Fá einn kaldan takk!
Liðir, vöðvar og bein hafa liðið slíkt harðræði undanfarna viku að ekki hefur mikil orka verið eftir til að skrifa þreytulegar hugsanir. Líkaminn er alls ekki vanur dagvinnu lengur. Það eina sem líkaminn gerði undanfarna þrjá mánuði var að sitja og sitja, allan daginn. Líkaminn var orðinn mjög góður í því að sitja og hættur að kenna sér um mein. Nú vill hann alls ekki standa og hlaupa, þess þá heldur að halda á bökkum, goskössum og bjórtunnum. Aumingja hann. Annars er ég bara hress.
Í gærkvöldi hjólaði Österbrogengið út á íþróttabullubar við hliðina á Parken til þess að horfa á leikinn. Annars hefði það alls ekki lagt leið sína á bullubar, því þeir eru ógeðslegir. Leikurinn var ekki byrjaður þegar við komum en þess í stað voru íþróttir ýmis konar í mörgum sjónvörpum. Í fremri hlutanum staðarins voru básar að amerískum sið og heljarinnar bar úr dökkum viði. Við barinn stóðu tveir unglingar, strákur og stelpan, sem bæði voru með fitugt hár og stelpan með maskarann niður á kinnar. Stymmi pantaði bjór en ég, af einhverjum orsökum, pantaði mér rauðvín. Mér til varnar, þá fattaði ég eftir að hafa sleppt orðinu að maður að sjálfsögðu pantar sér ekki rauðvín á sveittum bullubar. Með lýsingarorðinu sveittur meina ég að allir þar inni, bæði gestir og starfsfólk, voru sveitt, lyktin var sveitt og jafnvel glösin voru sveitt því í hvert skipti sem við pöntuðum drykk þurfti að skola glösin og fægja.
Rauðvínið reyndist á endanum vera ágætt og tel ég heppni hafa ráðið því, þar sem ég geri ekki ráð fyrir að sveitti eigandinn né konan hans með apeköttið séu mikið í vínsmökkuninni. En þó veit maður aldrei.
Inni fremri helmingnum með básunum voru tilheyrandi amerískar skreytingar á veggjunum. Frá lofti og niður að panelnum á miðju veggjarins voru máluð hús með neonskiltum á og amerískir kaggar. Á barnum héngu síðan litlir plattar með skemmtilegum áletrunum á borð við; Það eru til tvenns konar konur. Þær sem verða reiðar út af öllu og þær sem verða reiðar út af engu eða Ástæða þess að konur leggja mikla áherslu á útlitið og litla á vitsmuni er sú að karlar sjá betur heldur en þeir hugsa . Blaðaúrklippu hafði verið komið fyrir á einni barhillunni þar sem stóð Mig langar í Cadillac. Auk þess að vera bullubar var staðurinn einnig veitingahús, þótt ótrúlegt megi virðast, og voru alls ófáir sem gæddu sér á úrvali rétta, svo sem kjöti í brúnni sósu, djúpsteiktum kjúklingavængjum og rifjasteik. Allt framreitt af konunni með apeköttið í sveittu eldhúsinu.
Innri hluti staðarins er sá sem mætti kalla fágaðri hlutinn. Þar var ítalskt þema. Á veggjunum voru freskur af fjallasýn og víntunnum á vínóðali þar sem kátir vínbændur sátu og spjölluðu. Datt mér helst í hug að þarna hafi áður verið ítalskur veitingastaður sem hafi lagt upp laupana og íþróttabullurnar tekið við. Allt þar til ég kom auga á konuna. Við eina víntunnuna stóð löguleg kona á snípsíðum rauðum kjól og laumaðist í vínsopa. Henni var ef til vill bætt við listaverkið síðar.
Það var aðeins ein lítil trappa á milli hlutanna tveggja svo lyktin inni í fágaða hlutanum var ekki síður sveitt en í þeim ameríska. Á borðum voru rauðir velúrdúkar og dekkað upp með hvítum servíettum og hnífapörum, sem eitt sinni höfðu verið svört. Það stoppaði fólk þó ekki í því að nýta sér veisluþjónustu staðarins og halda afmæli þar inni. En auk veisluþjónustu var einnig boðið upp á take away fyrir aðeins tíu krónur aukalega.
Þarna skyldum við sitja í klukkustund og horfa á handbolta. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og hver skyldi hafa trúað mér til þess að sitja þarna inni. Reyndar með rauðvínsglas - en samt. Á næsta borði sátu Danir í sama tilgangi og við. Þeir voru ansi bullulegir svo við hvísluðum bara fagnaðarorðin þegar Ísland skoraði. Eftir fyrri hálfleik var ég komin í ham og langaði að panta mér einn Carls special og flögur, en eftir að seinni hálfleikur hófst missti ég alla löngun. Nágrannarnir á næsta borði röðuðu hins vegar í sig öl og frönskum með bestu lyst. Það var ekki fyrr en í framlengingu sem ég lét loks slag standa og fékk mér einn kaldan. Lítinn reyndar en flögur með. Ég get svo svarið það. Svona er maður flippaður í útlöndunum.
Í gærkvöldi hjólaði Österbrogengið út á íþróttabullubar við hliðina á Parken til þess að horfa á leikinn. Annars hefði það alls ekki lagt leið sína á bullubar, því þeir eru ógeðslegir. Leikurinn var ekki byrjaður þegar við komum en þess í stað voru íþróttir ýmis konar í mörgum sjónvörpum. Í fremri hlutanum staðarins voru básar að amerískum sið og heljarinnar bar úr dökkum viði. Við barinn stóðu tveir unglingar, strákur og stelpan, sem bæði voru með fitugt hár og stelpan með maskarann niður á kinnar. Stymmi pantaði bjór en ég, af einhverjum orsökum, pantaði mér rauðvín. Mér til varnar, þá fattaði ég eftir að hafa sleppt orðinu að maður að sjálfsögðu pantar sér ekki rauðvín á sveittum bullubar. Með lýsingarorðinu sveittur meina ég að allir þar inni, bæði gestir og starfsfólk, voru sveitt, lyktin var sveitt og jafnvel glösin voru sveitt því í hvert skipti sem við pöntuðum drykk þurfti að skola glösin og fægja.
Rauðvínið reyndist á endanum vera ágætt og tel ég heppni hafa ráðið því, þar sem ég geri ekki ráð fyrir að sveitti eigandinn né konan hans með apeköttið séu mikið í vínsmökkuninni. En þó veit maður aldrei.
Inni fremri helmingnum með básunum voru tilheyrandi amerískar skreytingar á veggjunum. Frá lofti og niður að panelnum á miðju veggjarins voru máluð hús með neonskiltum á og amerískir kaggar. Á barnum héngu síðan litlir plattar með skemmtilegum áletrunum á borð við; Það eru til tvenns konar konur. Þær sem verða reiðar út af öllu og þær sem verða reiðar út af engu eða Ástæða þess að konur leggja mikla áherslu á útlitið og litla á vitsmuni er sú að karlar sjá betur heldur en þeir hugsa . Blaðaúrklippu hafði verið komið fyrir á einni barhillunni þar sem stóð Mig langar í Cadillac. Auk þess að vera bullubar var staðurinn einnig veitingahús, þótt ótrúlegt megi virðast, og voru alls ófáir sem gæddu sér á úrvali rétta, svo sem kjöti í brúnni sósu, djúpsteiktum kjúklingavængjum og rifjasteik. Allt framreitt af konunni með apeköttið í sveittu eldhúsinu.
Innri hluti staðarins er sá sem mætti kalla fágaðri hlutinn. Þar var ítalskt þema. Á veggjunum voru freskur af fjallasýn og víntunnum á vínóðali þar sem kátir vínbændur sátu og spjölluðu. Datt mér helst í hug að þarna hafi áður verið ítalskur veitingastaður sem hafi lagt upp laupana og íþróttabullurnar tekið við. Allt þar til ég kom auga á konuna. Við eina víntunnuna stóð löguleg kona á snípsíðum rauðum kjól og laumaðist í vínsopa. Henni var ef til vill bætt við listaverkið síðar.
Það var aðeins ein lítil trappa á milli hlutanna tveggja svo lyktin inni í fágaða hlutanum var ekki síður sveitt en í þeim ameríska. Á borðum voru rauðir velúrdúkar og dekkað upp með hvítum servíettum og hnífapörum, sem eitt sinni höfðu verið svört. Það stoppaði fólk þó ekki í því að nýta sér veisluþjónustu staðarins og halda afmæli þar inni. En auk veisluþjónustu var einnig boðið upp á take away fyrir aðeins tíu krónur aukalega.
Þarna skyldum við sitja í klukkustund og horfa á handbolta. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og hver skyldi hafa trúað mér til þess að sitja þarna inni. Reyndar með rauðvínsglas - en samt. Á næsta borði sátu Danir í sama tilgangi og við. Þeir voru ansi bullulegir svo við hvísluðum bara fagnaðarorðin þegar Ísland skoraði. Eftir fyrri hálfleik var ég komin í ham og langaði að panta mér einn Carls special og flögur, en eftir að seinni hálfleikur hófst missti ég alla löngun. Nágrannarnir á næsta borði röðuðu hins vegar í sig öl og frönskum með bestu lyst. Það var ekki fyrr en í framlengingu sem ég lét loks slag standa og fékk mér einn kaldan. Lítinn reyndar en flögur með. Ég get svo svarið það. Svona er maður flippaður í útlöndunum.