26 september, 2005

Röskva hefur opnað nýja heimasíðu sem er ekki bara glæsileg heldur alveg stórsniðug. Þar er hægt að gera margt skemmtilegt eins og að skoða um 2000 eldheitar myndir af Röskvunni, skrá sig á kyngimagnaðan póstlista Röskvu og síðast en ekki síst lesa hápólitískar túlkanir Röskvunnar á háskólaumhverfinu ....gerist það betra!?! ...held ekki.

Ég var að lesa mér til skemmtunar gamlar fyrirspurnir til Röskvu á pósthólfinu og sá þar fyrirspurn og gagnrýni frá yfirlýstum trúleysingja við skólann. Þótti manninum ekki við hæfi að Röskvuliðar tjáðu skoðanir sínar á trúleysi svo blátt áfram, þar sem linkað var inn á síður þeirra frá Röskvusíðunni.

Nú er svo komið að "Raddir Röskvu" voru endurvaktar á Röskvusíðunni undir nýjum formerkjum svo það er kannski við hæfi að taka það fram að skoðanir mínar á dægurmálum eiga ekki að endurspegla skoðanir Röskvu enda fer þar stór hópur fólks sem á það eitt sameiginlegt að sameinast undir formerkjum félagshyggju til að vinna að hagsmunabaráttu stúdenta. Ber ég því ein fulla ábyrgð á orðum mínum, þrátt fyrir að fólk geti nálgast þau á Röskvusíðunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home