02 október, 2005

Ég var alveg kominn með nóg af blogglífinu

Held ég hafi aldrei átt um eins sárt að binda í ritgerðarsmíðum eins og nú. Í þrjár vikur hef ég sett mig oft í stellingar til að byrja en ekkert gerist. 4 dagar í skil og ég er með ekkert á blaði - ekki einasta neitt!

Ég tek athyglisbrestinn á mig en annað er algjörlega kennaranum að þakka. Hann setti fyrir sama ritgerðarefnið fyrir samtals 73 nemendur. Hann heimtar 10 heimildir annars fellir hann okkur ...haldið þið að það séu til 730 heimildir á Hlöðunni um aðdraganda stofnunar Evrópusambandsins frá árunum 1948 - 1958? Nei, það eru til ca 25 bækur sem hugsanlega innihalda eitthvað sem má kannski nota og þær hafa verið í útláni frá því að ritgerðin var sett fyrir. Haldið þið að ég hafi verið nógu fljót til að næla mér í eins og eina bók? Nei, það var ég ekki og samnemendur mínir, allir 72, liggja eins og ormar á gulli á bókunum og neita að skila þeim svo fleiri geti notið. Haldið þið að ritgerðin mín verði það snilldarverk sem ætli mætti? Nei, hún verður byggð á 3 tímaritsgreinum og skólabókinni og hún mun fá einkunnina 3.

Það á að banna þetta!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home