16 janúar, 2006

10/11, Söbbvei og Nonnabiti

Röskva er komin með kosningamiðstöð í Austurstrætinu í sama húsi og Kaffi París og sjoppan London. Okkur þótti því við hæfi að gefa henni nafnið Róm. Róm er einstaklega hugguleg og rómantísk kertastemmning hefur verið yfir helgina. Það var óformleg-mini-foropnun í gærkveldi sem heppnaðist vel. Eitt Röskvulag var frumflutt af stúlknakór og nokkrir slagarar teknir í kjölfarið.

Kosningarnar er einn mest spennandi tími ársins. Þær gera janúar funheitann eins og sólarströnd og það er alveg hægt að slökkva á þunglyndislampanum næstu vikur. Í byrjun febrúar verður allt á suðupunkti og 8. og 9. febrúar verða kraumandi eins og steikingarfeitin sem kokkaði franskarnar mínar á Nonnabitum í dag.

Það hefur þó vissa vankanta í för með sér að vera í miðbænum umkringdur skyndibita. Eftir tvær ómáltíðir í dag mun ég setja skýra heilbrigðisstefnu um hollt nesti og stigaklifur upp á fimmtu. Ræt. Maður á samt alltaf að hafa háleit markmið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home