25 nóvember, 2005

Píuammæli

obbobbobbb gleymdi aðeins að blogga.

Annað kvöld ætla ég að eiga píuammæli. Píuammæli er þegar fjórar stelpur á neðanverðum þrítugsaldri halda saman upp á afmælið sitt á Hverfisbarnum aka Sveitta bar. Það sem gerir þetta enn píulegra er að við erum allar háskólapíur og við erum líka allar Röskvupíur. Tvær heita Eva. Tvær áttu afmæli í gær. Þrjár eru dökkhærðar. Þrjár hafa stúderað stjórnmálafræði. Tvær eru í femínistafélaginu, gengu í sama barnaskóla og eiga báðar pabba sem voru skíðaþjálfarar. Og svona mætti lengi telja. Það er mjög píulegt að eiga margt sameiginleg. Kannski að ég fari í háhæla skó svona til hátíðar-píu-brigða.

Þér er því að öllum líkindum (fyrst þú lest þetta) boðið að koma og vera með í píupartýi á morgun kl 20 (ætlum að vera stundvísar, þótt píur eigi auðvitað að vera fashionably late en eins og sannir trend-setterar innleiðum við evrópsku hefðina og byrjum djammið snemma).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home