04 janúar, 2006

Áramótamyndir komnar


Ólíkt mörgu bölsýnisfólki þá þykir mér ógeðslega gaman á áramótunum. Þau hafa aldrei klikkað, því allt frá því að ég fór að stunda partý hef ég eytt þeim með sama fólkinu. Og fólkið klikkar ekki. Múgur manns lagði leið sína í Ástríði, sumir stoppuðu stutt, aðrir hvíldu augun aðeins fram á nýársmorgun. Það er allt leyfilegt á gamlárskvöld. Ég setti inn nokkrar myndir af kvöldinu.

Einu áramótin sem ég hef haldið erlendis voru ekki síðri. Ég flutti inn til nýrrar fósturfjölskyldu í Frakklandi á gamlársdag og um kvöldið var veisla með allri stórfjölskyldunni. Hver fjölskylda hafði fengið úthlutað landi sem það átti að túlka á einhvern hátt. Mín fjölskylda fékk reyndar ekki land heldur "svörtustu Afríku", svo ég endaði fyrsta kvöldið mitt hjá nýrri fjölskyldu klædd laki og með koddaver á hausnum, spilandi á bongótrommu undir fagran frumskógarsöng þessa ókunnuga fólks. Að sjálfsögðu var þetta upphafið að góðri vináttu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home