Dauði ritgerðar
Næstum því versti dagur lífs míns var í gær. "Ritgerðin" er samsæri illa þefjaðs fólks til þess að ganga frá mér. Ég veit það.
Eftir að hafa reddað einhverjum ljósritum, sem voru ljósrit af ljósritum frá góðvilja bekkjarfélögum + einum norðlenskum velvirtum sjalla, hófst ég handa með miklum hamagangi við ritgerðarsmíðar. Þykir mér slíkar smíðar mikið andlegt og líkamlegt puð og sérstaklega þegar allt er á síðustu stundu. Oft hvarflaði hugurinn að uppgjöf þrátt fyrir að slíkt hefði frestað útskrift og frekari ritgerðardauða um hálft ár. En ég lét ekki bugast og ætlaði aldeilis að taka þessa ritgerð í nefið ...snýta henni hreinlega.
Hellt var upp á kaffi kl 00:30 aðfaranótt skiladags, kl 03:00 var sér skellt í sturtu, milli kl 05:00 - 07:15 voru augun hvíld, kl 10:00 var ritgerðarfjandinn laus og tími til kominn að prenta.
En hvað gerðist? Haldið þið að seinheppin manneskja á óhappadegi hafi tekist að skila einni saklausri ritgerð ...jah! undir venjulegum kringumstæðum hefði ofurvenjulegt fólk bara sagt sjúkket!, skilað og farið heim að sofa. En nei!
Ritgerðin hvarf !!
Af hverju hvarf hún? Það veit enginn. Ekki pabbi minn og ekki tölvunarfræðingurinn og allra síst ég. Hún bara hvarf fyrir framan augun á mér, kvaddi ekki einu sinni - bara eyddist upp og dó.
Nú hefði ég viljað geta sagst hafa "tekið þessu eins og maður" en sökum svefnleysis og almennrar óhamingju yfirleitt með þessa ritgerð skældi ég krókudílatárum langt fram eftir degi eða þar til ég gat aftur setið upprétt, þurrkað framan úr mér horið og byrjað upp á nýtt.
Stundum er lífið bara ósanngjarnt.
...ég verð í Odda fram á mánudag ef einhver spyr.
Eftir að hafa reddað einhverjum ljósritum, sem voru ljósrit af ljósritum frá góðvilja bekkjarfélögum + einum norðlenskum velvirtum sjalla, hófst ég handa með miklum hamagangi við ritgerðarsmíðar. Þykir mér slíkar smíðar mikið andlegt og líkamlegt puð og sérstaklega þegar allt er á síðustu stundu. Oft hvarflaði hugurinn að uppgjöf þrátt fyrir að slíkt hefði frestað útskrift og frekari ritgerðardauða um hálft ár. En ég lét ekki bugast og ætlaði aldeilis að taka þessa ritgerð í nefið ...snýta henni hreinlega.
Hellt var upp á kaffi kl 00:30 aðfaranótt skiladags, kl 03:00 var sér skellt í sturtu, milli kl 05:00 - 07:15 voru augun hvíld, kl 10:00 var ritgerðarfjandinn laus og tími til kominn að prenta.
En hvað gerðist? Haldið þið að seinheppin manneskja á óhappadegi hafi tekist að skila einni saklausri ritgerð ...jah! undir venjulegum kringumstæðum hefði ofurvenjulegt fólk bara sagt sjúkket!, skilað og farið heim að sofa. En nei!
Ritgerðin hvarf !!
Af hverju hvarf hún? Það veit enginn. Ekki pabbi minn og ekki tölvunarfræðingurinn og allra síst ég. Hún bara hvarf fyrir framan augun á mér, kvaddi ekki einu sinni - bara eyddist upp og dó.
Nú hefði ég viljað geta sagst hafa "tekið þessu eins og maður" en sökum svefnleysis og almennrar óhamingju yfirleitt með þessa ritgerð skældi ég krókudílatárum langt fram eftir degi eða þar til ég gat aftur setið upprétt, þurrkað framan úr mér horið og byrjað upp á nýtt.
Stundum er lífið bara ósanngjarnt.
...ég verð í Odda fram á mánudag ef einhver spyr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home