11 október, 2005

oh jess komin með nettengingu aftur. Agalegt að þurfa að hanga í skólanum fram á rauðar nætur til þess að komast á alheimsvefinn.

Ég er orðin alltof sein með fréttirnar af októberfest. Það var bara gaman. Dansaði uppi á borðum og hoppaði fram af þeim líka. Eitthvert mann-fall varð sökum þessa.

Röskva stóð fyrir áhugaverðum hádegisfundi í dag. Atli Bollason og Dagur B. Eggerts fjölluðu um 'hlutverk Stúdentaráðs' í ljósi þess að ráðið felldi tillögu Atla í sumar um að álykta um Vatnsmýrina. Ástæðan var sögð vera að málið þætti of pólitískt.
Niðurstaða fundarins í dag var í fáum orðum að Stúdentaráð ætti að álykta um pólitísk mál er snerta stúdenta, sem það gerir svo sem t.d. varðandi skólagjöld. Stundum virðist það bara skipta mestu máli frá hverjum tillagan kemur en ekki innihaldið. Skeggræddar voru síðan hugmyndir um hvernig hægt sé að koma vilja stúdenta um skipulag Vatnsmýrinnar á framfæri.
Dagur sagði einnig heilmargt skemmtilegt um það hvernig var í hans tíð í Stúdentaráði og hljómaði það eins og öllum meiri aksjón en gerist í dag.
Lokarorð fundarins var: HUGSIÐ STÓRT!

Ég fæddist á kolröngum áratug. Það er ekki nógu mikið stuð í þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home