07 febrúar, 2006

Fréttir úr baráttunni

Stórtíðindi í kosningunum. Annað sæti á lista Háskólalistans frá því í fyrra (og jafnframt formaður Politicu) sagði af sér í dag. Pínku leiðinlegt fyrir þau. Það er alltaf svoldið slæmt fyrir mojoið þegar manns eigins fólk missir trúnna.

Ég sá hluta af framboðsfundinum í dag og þótti Dagný Ósk og Atli þrusuflott. Dagný fór líka í viðtal á NFS með fyrstu sætum hinna fylkinganna og kom best út.

Arna Huld og mamma mín héldu fund í hjúkrunardeild í dag. Það var mjög vel mætt og margar spurningar til hjúkrunarfræðinganna þriggja. Mamma kom á óvart með massívri Röskvuræðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home