Af gleymdum vinum og bleiku hári
Ég hitti gamla vinkonu hérna í Firðinum um daginn (veit ekki hvort maður kallar Hafnafjörð "Fjörðinn" en finnst það hljóma eitthvað svo heimilislega). Ég hef heyrt marga lýsa því hversu vandræðalegt og tilgangslaust það sé að spjalla við fólk sem þeir hafa ekki hitt í áraraðir og eiga ekkert sameiginlegt með lengur. Þessi vandræðalega þögn, alltaf sömu spurningarnar og kvíðafull leit að einhverju til að tala um eftir að spurningunum hefur verið svarað. Svo þegar manneskjan sem þú hittir spyr ekki á móti og þú tekur einskonar viðtal við þessa hálfókunnugu manneskju þar til nákvæmlega réttur tími er kominn til þess að segja "jæja, það var nú aldeilis gaman að rekast á þig. Við sjáumst kannski síðar ...á rejúníoni kannski bara ha! ..bleeeesss". Hlaupa síðan burt meðan aulahrollurinn hríslast niður bakið.
Málið er að mér finnst þetta alls ekki vandræðalegt né tilgangslaust. Þvert á móti hafði ég bara mjög gaman að því að rekast á þessa gömlu vinu. Hún býr ennþá á Hverfisgötunni, hún er hætt í háskóla í bili en er komin með þessa líka fínu vinnu í Firðinum. Hún heldur ennþá sambandi við aðra gamla vinkonu, sem er búin að lita hárið sitt bleikt. Frábært. Mér finnst bara reglulega heimilislegt á Íslandi að losna aldrei undan gömlum vinum og vinkonum, skólafélögum, samstarfsfélögum eða bólfélögum. Þau eru bara öll hérna í næstu götu og stundum rekst ég á þau og spjalla um eitthvað nauðaómerkilegt. Huggó.
3 Comments:
jújú svo sannarlega segir maður "Fjörðurinn" um Hafnarfjörð...
Má til með að benda þér á þetta, við erum svo lík! http://stygo.blogspot.com/2005_06_01_stygo_archive.html
hehe, fyndið. minnir að við höfum farið í gegnum þetta einhvern tíman.
Skrifa ummæli
<< Home