18 febrúar, 2006

Enn af norrænum drykkjutúrum

Síðasta færsla krefst kannski útskýringar. Þannig er að Habbý er skipuleggjandi norrænnar laganemaviku á Íslandi þetta árið. Norrænar laganemavikur eru haldnar víðsvegar um Norðulönd og þar fara norrænir laganemar á fyllerí. Hann Dag, sem hefur gist hérna undanfarnar nætur, (þótt hann eigi alls ekki að vera hér heldur í vesturbænum) hefur farið á samtals 21 norræna laganemaviku á tæpum 3 árum. Sem sagt, fyrir utan venjulega helgardjammið í Osló hefur maðurinn verið fullur í fimm mánuði á undanförnum þremur árum, því markmið þessara vikna er að láta aldrei renna af sér (af því er virðist - ef ég skil þetta rétt).

Sem betur fer eru Norrænu laganemarnir, sem gista heima hjá mér í ár, skömminni skárri heldur en sænsku lúðarnir sem við fengum úthlutað í fyrra og guði sé lof fyrir það. Eins gott að vera ekki með einhverja lúða heima hjá sér ...ha!?!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home