22 febrúar, 2006

Af dauða tölvu og annað skemmtilegt

Muuuhuuu .... tölvan mín er dauð! Ég var í sakleysi mínu að vinna á hana í gærkvöldi þegar hún allt í einu rak upp skaðræðisöskur og fölnaði. Ef ég ýtti á takkana emjaði hún enn hærra. Eftir nokkrar endurlífgunartilraunir gusaðist heitt loft út um hlið hennar og leit út fyrir að hún væri að brenna innan frá. Hún dó í höndunum á mér. Mér fannst ég hafa misst náinn vin og ég var svo einmana að ég gat varla sofnað. Í dag fór ég með hana á slysó þar sem hún var úrskurðuð látin. Svona er tæknin hverful.

Það sem má læra af þessari dæmisögu er að eiga backup af öllu sem er í vinnslu í tölvunni og ljósi punktur sögunnar er að það er minna en vika þar til ég fer til DK!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home