10 apríl, 2007

Minimalísk færsla

Æ, sorglegt blogg og enginn metnaður fyrir því núna. Mæli með Stymmabloggi. Hann hefur tekið við sér og sýnir nú sjálfsmyndir, mér til mikillar ánægju og yndisauka. Vefritið er að gera góða hluti - skyldulesning. Trúnó fyrir jafnréttisáróður dagsins. Samfó.is til að stytta sér stundir.

Ég hef næstum því eignast heimili á Íslandi í byrjun ágúst. Þar til þá verð ég á flakki milli góðhjartaðra vina og vandamanna. Ef þið vitið um húsnæði sem er laust í júní og júlí, þá megið þið taka það frá fyrir mig.

Vinnan er góð. Íbizafjörður er skemmtilegur. Landsfundur verður taumlaus gleði. Og svo einn brandari í lokin.

5 Comments:

Blogger styrmir said...

Ég ætti kannski að setja inn daglega mynd af sjálfum mér. Full hégómlegt kannski fyrir þá sem ekki vita tilganginn.

9:11 f.h.  
Blogger Eva Bjarnadóttir said...

jájájá! það er ekkert hégómlegra en allar þessar blessuðu foreldramontsíður ;)

3:02 e.h.  
Blogger styrmir said...

Bara stuð hjá okkur parinu í kommentakerfinu!

8:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl - þið par sem eigið enga vini.
Guðrúnargata 1 er laus í leigu í júní og júlí.
Geggjuð íbúð á geggjuðum stað.
Pælið í því.
Kærlighed,
Sara.

9:28 f.h.  
Blogger Eva Bjarnadóttir said...

Játs! ekki spurning í mínum huga. Hvað segir hinn?

9:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home