Áfram stelpur! óle óle óle....
Í dag er alþjóðlegur kvennadagur. Við stelpurnar í vinnunni óskuðum hver annarri til hamingju og fengum okkur köku í tilefni dagsins. Allar í hátíðarskapi. Mamma sendi mér sms sem sagði mér að ég væri engill og ég sagði að hún væri englamamma. Af hverju eru ekki allir daga kvennadagar?
Nú skulum við hugsa til allra kvennanna í heiminum. Þeirra sem berjast fyrir lífi sínu undir stríðsástandi, hungursneyð, heimilisofbeldi, mansali ... Hugsum líka til kvennanna sem helga lífi sínu að hjálpa þeim. Hugsum til brautryðjenda, stjórnmálakvenna og allra femínistanna sem eiga sér draum um betri heim fyrir konur. Hugsum til stelpnanna og vonum að þær muni lifa það að sjá betri kvennaheim í framtíðinni. Að lokum skulum við hugsa til þess hversu hart hefur verið barist fyrir réttindum okkar, hversu gott við höfum það og hversu mikið við höfum að gefa.
og svo uppskrift að forrétti í tilefni dagsins. Þetta er mjög góður réttur og hann lítur vel út á diskunum. Svo er líka gaman að borða hann því maður þarf að nota hendurnar.
Ætilþistlar með blóðappelsínusósu / EE
1 ferskur ætilþistill á mann
2 sneiðar sítróna
Sósa:
1 blóðappelsína
175 g smjör
2-3 tsk sítrónusafi
3 tsk vatn
salt og pipar
3 eggjarauður
Ætilþistlarnir eru skornir þannig að þeir geti staðið sjálfir. Þeir eru síðan soðnir í potti með vatni, smá salti og sítrónusneiðunum. Helst á að láta þá standa rétt í pottinum og þeir eru soðnir þar til að það er auðveldlega hægt að rífa blað af (u.þ.b. 20-25 mín)
Fyrir sósuna er börkurinn rifinn af appelsínunni og 2-3 matskeiðar af safa kreistur úr henni. Smjörið er brætt í pott. Sítrónusafanum, salt og pipar er blandað saman við vatnið í skál sem er sett yfir vatnsbað (passa að skálin snerti ekki vatnið). Hræra þar til orðið heitt. Eggjarauðurnar hrærðar út í sítrónuvatnið. Síðan er heitu smjörinu bætt út í og hrært stanslaust á meðan. Hrært þar til að þykk sósa myndast. Að lokum er appelsínuberkinum og safanum bætt út í og smakkað til etv. bæta við salti, pipar og sítrónusafa ef þarf.
Ætliþistlarnir eru þurrkaðir vel og látnir standa á disk með lítilli skál af sósu við hliðina á.
Nú skulum við hugsa til allra kvennanna í heiminum. Þeirra sem berjast fyrir lífi sínu undir stríðsástandi, hungursneyð, heimilisofbeldi, mansali ... Hugsum líka til kvennanna sem helga lífi sínu að hjálpa þeim. Hugsum til brautryðjenda, stjórnmálakvenna og allra femínistanna sem eiga sér draum um betri heim fyrir konur. Hugsum til stelpnanna og vonum að þær muni lifa það að sjá betri kvennaheim í framtíðinni. Að lokum skulum við hugsa til þess hversu hart hefur verið barist fyrir réttindum okkar, hversu gott við höfum það og hversu mikið við höfum að gefa.
og svo uppskrift að forrétti í tilefni dagsins. Þetta er mjög góður réttur og hann lítur vel út á diskunum. Svo er líka gaman að borða hann því maður þarf að nota hendurnar.
Ætilþistlar með blóðappelsínusósu / EE
1 ferskur ætilþistill á mann
2 sneiðar sítróna
Sósa:
1 blóðappelsína
175 g smjör
2-3 tsk sítrónusafi
3 tsk vatn
salt og pipar
3 eggjarauður
Ætilþistlarnir eru skornir þannig að þeir geti staðið sjálfir. Þeir eru síðan soðnir í potti með vatni, smá salti og sítrónusneiðunum. Helst á að láta þá standa rétt í pottinum og þeir eru soðnir þar til að það er auðveldlega hægt að rífa blað af (u.þ.b. 20-25 mín)
Fyrir sósuna er börkurinn rifinn af appelsínunni og 2-3 matskeiðar af safa kreistur úr henni. Smjörið er brætt í pott. Sítrónusafanum, salt og pipar er blandað saman við vatnið í skál sem er sett yfir vatnsbað (passa að skálin snerti ekki vatnið). Hræra þar til orðið heitt. Eggjarauðurnar hrærðar út í sítrónuvatnið. Síðan er heitu smjörinu bætt út í og hrært stanslaust á meðan. Hrært þar til að þykk sósa myndast. Að lokum er appelsínuberkinum og safanum bætt út í og smakkað til etv. bæta við salti, pipar og sítrónusafa ef þarf.
Ætliþistlarnir eru þurrkaðir vel og látnir standa á disk með lítilli skál af sósu við hliðina á.
2 Comments:
misstir af góðu stuði í Jónshúsi þann 8.
vínið flæddi eins og bjór ...
æji missi alltaf öllu fjörinu! Vissi ekki af dagskrá þar.
Skrifa ummæli
<< Home