Í dag er ég stjórnmálafræðingur
og alla daga héðan í frá. Í dag þramma samnemendur mínir upp á svið í Háskólabíói og taka við prófskírteini. Ég þrammaði aftur á móti í vinnuna og kokkaði pönnsur. Í tilefni dagsins var mér sleppt snemma og ég sit núna með rauðvínsglas, södd og sæl af dönskum bröns.
Í Dk er enn allt á kafi í snjó, öllum til mikils ama. Danir eru enn meira hissa heldur en Íslendingar þegar snjóar hressilega. Lestin og strætó keyra ekki nema að takmarkað. Reyndar er ókeypis í lestina, því að vaktmennirnir eru allir úti að moka teinana, svo það er jákvætt. En allir koma of seint því það er svo mikil "ófærð". Býr þetta fólk ekki í NORÐURlandi? Veit ekki betur en að hér snjói á hverju ári - ef til vill hafa gróðurhúsaáhrifin bein áhrif á manneskjur líka. Skemmtilegast er samt að sjá að allir Danir eiga viðeigandi klæðnað fyrir öll veður. Núna eru allir í Lacrosse múnbúts, sem er mjög sniðugt. Ég hef aðallega verið með blautar og kaldar tær. Þegar rignir eiga allir hnéhá stígvél og ætli það komi ekki fleiri skótegundir í ljós þegar hlýnar. Ég er að vona að það verði flip-flops sumar í ár. Það er aldrei hægt að nota svoleiðis á Íslandi.
Ég er komin í hörkubísness í skrifunum. Eiginlega meiri heldur en hugmyndaflugið orkar. Núna þarf ég að finna upp á einhverju sniðugu fyrir Trúnó og næstu helgi skrifa ég helgarumfjöllun fyrir Vefritið. Ætli ég skrifi ekki um Gailbraith sem sagði meðal annars að "hógværð væri mjög ofmetin dyggð" og lifði samkvæmt því. Hann var mjög sniðugur gaur og gerir það skemmtilegt að lesa um hagfræðinkenningar - aðallega vegna þess hversu sammála ég er honum í mörgu. Annars eru allar hugmyndir að samfélagslegu skrifefni vel þegið. Hugmyndabankinn er opinn.
Í Dk er enn allt á kafi í snjó, öllum til mikils ama. Danir eru enn meira hissa heldur en Íslendingar þegar snjóar hressilega. Lestin og strætó keyra ekki nema að takmarkað. Reyndar er ókeypis í lestina, því að vaktmennirnir eru allir úti að moka teinana, svo það er jákvætt. En allir koma of seint því það er svo mikil "ófærð". Býr þetta fólk ekki í NORÐURlandi? Veit ekki betur en að hér snjói á hverju ári - ef til vill hafa gróðurhúsaáhrifin bein áhrif á manneskjur líka. Skemmtilegast er samt að sjá að allir Danir eiga viðeigandi klæðnað fyrir öll veður. Núna eru allir í Lacrosse múnbúts, sem er mjög sniðugt. Ég hef aðallega verið með blautar og kaldar tær. Þegar rignir eiga allir hnéhá stígvél og ætli það komi ekki fleiri skótegundir í ljós þegar hlýnar. Ég er að vona að það verði flip-flops sumar í ár. Það er aldrei hægt að nota svoleiðis á Íslandi.
Ég er komin í hörkubísness í skrifunum. Eiginlega meiri heldur en hugmyndaflugið orkar. Núna þarf ég að finna upp á einhverju sniðugu fyrir Trúnó og næstu helgi skrifa ég helgarumfjöllun fyrir Vefritið. Ætli ég skrifi ekki um Gailbraith sem sagði meðal annars að "hógværð væri mjög ofmetin dyggð" og lifði samkvæmt því. Hann var mjög sniðugur gaur og gerir það skemmtilegt að lesa um hagfræðinkenningar - aðallega vegna þess hversu sammála ég er honum í mörgu. Annars eru allar hugmyndir að samfélagslegu skrifefni vel þegið. Hugmyndabankinn er opinn.
8 Comments:
Elsku Eva, til hamingju með útskriftina við hugsuðum mikið til þín matnum hjá Rínu og Óla í gærkvöldi!!
See you soon!
Marta x
Takk fyrir! Hlakka til að sjá þig :)
Knus&Kram frá Finnlandi - og miklar miklar hamingjuóskir!
Til hamingju sæta! Stolt af þér.
Innilega til hamingju með áfangann virðulegi stjórnmálafræðingur!
Heyrðu vá frábært til hamingju með þetta. Alltaf gleðilegt þegar fólki tekst að klára, ég er aftur komin með skólaleiða. Hafðu það gott vinan
Þetta er rosalegt, tveir fræðingar á einu bretti inn í vinkonuhópinn! Til hamingju!
þetta var ég
hildur
Skrifa ummæli
<< Home