Í drullufjölskyldustuði
Þá hef ég safnað kröftum í nýja bloggfærslu eftir annasama viku í faðmi fjölskyldunnar hér í Danmörku. Marta Má kom, sá og sigraði í drullustuði hér í Kjuben. Við drukkum rauðvín, borðuðum mat, versluðum hellingshelling, leystum próf, fórum í áttræðisafmæli, skoðuðum Louisiana safnið og dönsuðum af okkur skónna á Idealbar með Goða og týnda syninum, Trausta.
Idealbarsferðin reyndist afdrifarík, því ég týndi símanum mínum. Þar sem ég bý í landi vesens gat ég ekki farið og sótt hann á barinn í gær, heldur var hann sendur til lögreglunnar í Vanlöse (!), en þar svarar bara símsvari sem talar amerísku.
Á barnum vorum við mágkonurnar í góðri sveiflu, en ég sveiflaði aðallega afríkumönnum. Þess á milli leitaði ég að Styrmi, sem oftar en ekki var beint við hliðina á mér. Í eitt skiptið stóð hann fyrir aftan mig svo ég stormaði þvert yfir dansgólfið í örvæntingafullri leit, fékk aðstoð tveggja afríkumanna til að standa upp á stól svo ég gæti komið auga á Styrmi, sem stóð að sjálfsögðu pollrólegur á sama stað og ég skildi við hann og vinkaði mér. Þá létti mér óskaplega við að hafa fundið hann aftur.
Ég kem á morgun og byrja í nýja starfinu mínu hjá Samfylkingunni. Ég verð í tæpa tvo mánuði á landinu. Flýg aftur heim þann 13. maí til þess að ná fluginu mínu til Kúbu þann 15. maí.
Hlakka til að sjá ykkur!
Idealbarsferðin reyndist afdrifarík, því ég týndi símanum mínum. Þar sem ég bý í landi vesens gat ég ekki farið og sótt hann á barinn í gær, heldur var hann sendur til lögreglunnar í Vanlöse (!), en þar svarar bara símsvari sem talar amerísku.
Á barnum vorum við mágkonurnar í góðri sveiflu, en ég sveiflaði aðallega afríkumönnum. Þess á milli leitaði ég að Styrmi, sem oftar en ekki var beint við hliðina á mér. Í eitt skiptið stóð hann fyrir aftan mig svo ég stormaði þvert yfir dansgólfið í örvæntingafullri leit, fékk aðstoð tveggja afríkumanna til að standa upp á stól svo ég gæti komið auga á Styrmi, sem stóð að sjálfsögðu pollrólegur á sama stað og ég skildi við hann og vinkaði mér. Þá létti mér óskaplega við að hafa fundið hann aftur.
Ég kem á morgun og byrja í nýja starfinu mínu hjá Samfylkingunni. Ég verð í tæpa tvo mánuði á landinu. Flýg aftur heim þann 13. maí til þess að ná fluginu mínu til Kúbu þann 15. maí.
Hlakka til að sjá ykkur!
1 Comments:
Já drullustuð, ekki hægt að segja annað. Gaman líka að taka einn snúning við Goða í frakkanum!
Takk fyrir mig, þetta væri frábær ferð í alla staði!
Marta Má
Skrifa ummæli
<< Home