02 desember, 2005

Ég er komin í svo hel-hellt straff að ég mun ekki svo mikið sem brosa út í annað næstu tvær vikur. Afhverju? Jú, af því að ég klúðraði heilu prófi í dag. Afhverju? Jú, af því að ég fór á tónleika í gærkvöldi í staðinn fyrir að sitja prúð heima hjá mér og leysa heimapróf. Ég hef sjálfgreint mig með óskynsemisheilkenni á háu stigi og hef sett sjálfan mig í meðferð sem samanstendur af dauðleiðinlegum próflestri án minnstu skemmtunar, heilsurækt í lágmarki og matur af skornum skammti (helst neytt samhliða lestri), ekkert internet (bless í bili) og engu samneyti við mannfólk nema brýn nauðsyn liggi að baki.

Bless - sjáumst (vonandi) næstu jól!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home