28 október, 2005

Svo kom Vetur konungur og lamdi börnin sín. Bíllinn er ekki komin á vetrardekk takk fyrir! Held mig bara heima í bili.

Fundir eru eitthvað sem virðist bara aukast með árunum. Fyrirbæri sem fer misvel í mig. Stundum fer ég á skemmtilega fundi, stundum fer ég á tilgangslausa fundi, stundum fer ég bara á svo marga fundi að mér þykir nóg um. Fyrirlestrar eru líka fyrirbæri sem kemur með aldrinum. Kennarar eru með kennslustundir í grunn- og menntaskóla en fyrirlestra í Háskóla. Þeir ætla ekki að kenna þér neitt heldur að þylja upp upplýsingar sem þú getur vegið og metið hvort séu nothæfar. Ef ég hef skilið það rétt. Akademískur þankagangur - sannleikurinn er ekki til!

Á morgun gefst stúdentum tækifæri til þess að gefa sitt innlegg inn í Vatnsmýrarumræðuna. Það verður stórskemmtileg vinnustofa á morgun í st 131 í Öskju milli kl 13-17. Það er ótrúlega mikilvægt að hafa áhrif á umræðuna á þessu stigi málsins áður en búið er að festa hlutina. Svo mætum öll !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home