03 nóvember, 2005

Háskólaræktin

Mér þykir Háskólaræktin vera snilldarstaður. Mér þótti ekki mikið til hennar koma í fyrstu og fór jafnvel svolítið hjá mér. Þetta er svo lítið og náið og maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir. Það var eitthvað fast í mér að vilja týnast í hafsjó af fólki og tækjabúnaði. En ég er núna búin að skipta um skoðun. Það er fínt að vera í litlu líkamsræktarsamfélagi þar sem maður sér kunnugleg andlit.

Annað sem mér þykir skemmtilegt við Ræktina eru að þar koma kennarar líka. Þetta er eini staðurinn þar sem kennarar og nemendur HÍ hittast sem jafningjar. Alveg jafn berskjölduð, sveitt í íþróttagalla. Ég myndi vilja fá fleiri staði þar sem kennarar og nemendur er hluti af sama samfélagi. Til dæmis þykir mér eðlilegt að kennarar og nemendur noti sama mötuneytið/kaffistofuna. Mér var bent á að kennararnir eru líklega ekki sammála mér í þeim efnum. En hvað er það öðruvísi en Ræktin?

Mér þykir þessi hátíðlega skipting í kennara annars vegar og nemendur hins vegar ekki til þess að bæta Háskólann. Þvert á móti gerir þetta hann ópersónulegri en hann þarf í raun að vera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home