13 ágúst, 2006

Ræskj'


daddara, fínt sumarfrí þetta...

best að dusta rykið af lyklaborðinu áður en ég flyt á ný yfir á meginlandið. Það er svo ægilega þæginlegt að koma fréttunum fyrir á einn aðgengilegan stað.

Plan B er komið í gang. Ritgerð frestað fram í febrúar og ég ætla að halda upp á það með vegaferðalagi til norð-austurhornsins með heittelskaða. Til allrar hamingju er hann skipulagðari en ég svo við vitum alveg upp á hár hvert við erum að fara og verðum örugglega ekki bensínlaus á miðri Melrakkasléttu. Ferðaplanið telur fyrst gististopp á suðurlandinu síðan Hallormsstað, Skriðuklaustur, Bakkafjörð, Vopnafjörð, Raufarhöfn, Kópasker, Ásbyrgi, Dettifoss, Húsavík, Akureyri ...og eitthvað fleira sem ég man ekki í svipinn en fæ áreiðanlega útprentað og í plastvasa á þriðjudaginn.

Fór á Morrissey í gærkvöldi og fannst frábært. Hann kom mér á óvart af því ég hélt að ég þekkti hann er ekkert vel en var svo alveg með á nótunum ("með á nótunum" haha ...góður!). Stemmningin í Höllinni varð hins vegar ekkert frábær fyrr en í uppklappslaginu. Íslendingar eru freðýsur upp til hópa - fyrir utan mig, ég var massahress í gær. Ég skellti mér síðan á geysiskemmtilega næturvakt. Á næturvöktum situr maður nefnilega aleinn og steiktur með svefngalsa í það sem virðist vera þrír sólarhringar. Hljómar skemmtilegt en er í raun dauði og djöfull. Enn sem oftar myndi trampolín gera gæfumuninn.