28 maí, 2006

hóhó sumar here I come


Ó mig auma! Evan loksins komin undan vetri og ekki er ásýndin falleg. Toppurinn í augunum svo ekki sést út, joggari með málningaslettum og ægiljót græn slikja yfir fésinu. Lögð var lokahönd á síðustu ritgerð vetrarins rétt í þessu. Ykkur að segja þá veit ég ekki einu sinni hvaða mánaðardag skal setja á forsíðuna ...voru kosningar í gær?!? Ég er ekki týpan sem heldur reisn sinni í gegnum próflestur.

Fréttir síðustu vikna: byrjaði í vinnu, hætti í vinnu, byrja bráðum í nýrri vinnu og á nýrri ritgerð. Hélt með Finnlandi í Júró og setti í mig krullur. Verð svoldið á Sjálfstæðisnesinu þetta sumarið. Call me!

..svo langar mig í trampolín í sumargjöf.

08 maí, 2006

Mér barst grunsamlegt bréf



Velkomin á Seltjarnarnes Eva!
Fyrst þú lætur sjá þig í bæjarfélaginu okkar gerum við ráð fyrir að sért þú fylgismaður Sjálfstæðisflokksins og algjör lydda þar að auki, enda kona. Þess vegna bjóðum við þér á námskeið fyrir lyddur (konur) með henni Ásdísi Höllu okkar. Þetta er að sjálfsögðu ekki kosningaáróður fyrir komandi sveitastjórnakosningar 26. maí (kosið í Sjálfstæðissalnum, Suðurvöllum 15. Passa að vera ekki með merki ;-))

þínir,
Sjallapallar

05 maí, 2006

Staðan tekin



Stemmning: Próf(er)kúkur

Búið: Eitt próf og ein skýrsla

Eftir: Tvö próf og 2 ritgerðir og eitt niðurlag

Silverlining: Svefngalsi með Unni og Hildi

Tónlist: Reggae gleður litlar konur

Bjargvættir: Gull Nescafé, mjöggrunsamlegtundirborðiðígymáttatíuFitLine Activize rautt duft sem svínvirkar

Hrós: Gussa & María fyrir sérbökuðu Nönnugötu-grænmetis-pizzuna án osts