31 maí, 2007

Kúl Kúba


Kvöldsólin á húsþaki "La Guarida" í Havana


Myndskreytt Kúba


Vindill beint úr tópaksskúrnum

Þessar og margar fleiri í fórum undirritaðrar. Kúbusögur verður að finna á Vefritinu um helgina.

Bloggi þessu verður nú lokað um óákveðinn tíma, þar sem höfundur þess hefur nóg að gera í ritstörfum á næstunni og kýs að tjá sig framvegis símleiðis eða í eigin persónu við lesendur sína tíu.

Flutt til Íslands og hóf störf hjá Morgunblaðinu í dag.

Látið í ykkur heyra!07 maí, 2007

Tjekkit

03 maí, 2007

þrjátíu prósent!

Nú er lag að blogga

29, 8% í Reykjavík norður og ríkisstjórnin er fallin
29, 7% í Suðvestur

Yndislegt.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að fella ríkisstjórnina! Fyrir börnin, fyrir eldri borgara, fyrir námsmenn, fyrir ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, fyrir heilbrigðisþjónustuna, fyrir 5000 fátæk börn, fyrir náttúruna og fyrir efnahaginn.

Oft er þörf en nú er nauðsyn að koma ríkisstjórninni frá. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði forsendur þær sem stjórnarandstaðan gæfi sér um að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun væru rangar.

Hann virðist vera búinn að gleyma eigin svörum á Alþingi að skattbyrði 90% þjóðarinnar hafi þyngst á sama tíma og 10% tekjuhæstu einstaklingarnir hafa notið léttari skattbyrði.

Samfylkingin vill hækka skattleysismörk í áföngum upp í viðunandi krónutölu. Þegar ríkisstjórn hefur vanrækt mál getur tekið langan tíma að leiðrétta óréttlætið. Þess vegna er nauðsynlegt að skipta um ríkisstjórn núna. Núna, en ekki eftir fjögur ár þegar vanrækslan er orðin meiri og dýrari fyrir samfélagið.