18 október, 2005

Síðasta tilraun með þetta blogg. Ég hélt ég væri búin að laga stafaruglið. Er þetta ennþá í rugli þegar farið er inn á síðuna?

Það var fundur um Þjóðarbókhlöðuna í dag. Hún mun skerða opnunartíma sinn frá 1. desember. Mér var sagt á þeim fundi að eina ráðið sem dugar er að stúdentar fari í aðgerðir. Ég segi bara lets!

Eitthvað var kvartað yfir því að fundurinn væri ekki nógu vel auglýstur. Við notuðum öll tiltæk ráð. En nú er komið vilyrði fyrir að nota hi-nem póstlistann svo það verður gert næst. Ég mæli með þessum fundum. Þótt þeir hljómi ekki spennandi þá koma þeir alltaf á óvart.

Pöbbquiz á morgun, miðvikudag, kl 20. Vökuliðum og Háskólalistanum var boðið sérstaklega svo það ætti að vera stuð. Þemað er "einræðisherrar".

Röskvufréttum er lokið. Fréttir næst annað kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home