25 apríl, 2006

Friðrik Karlsson er með svörin


Það er ekki laust við örlítinn taugatitring, eitthvað sem virðist óhjákvæmilega fylgja árstíðinni. Til þess að komast í gegnum næstu þrjár vikur ætla ég að sigra heiminn þrisvar sinnum. Klára ritgerðabunkann, meðan ég næli í toppeinkunnir í prófunum, um leið og ég verð best í atvinnuviðtölunum. Það dugar ekkert minna.

Þessi tilhugsun er kannski aðeins að ganga fram af stáltaugunum. Fyrstu einkenni taugaáfalls gerðu vart við sig um helgina síðustu. Litlir augnkippir hér og smá viskí þar. Allt á blússandi siglingu í átt að spennutreyju og róandi. Í einum örvæntingarfullum leiðangrinum um hús móður minnar, í leit að einhverju sem gæti sefað, fann ég svarið.

Tranquility með Friðriki Karlssyni, Mezzoforte gítararista og new-age tónlistargúru sýndi mér ljósið. Ég skellti Rólegheitunum í tækið og viti menn! Stíflur rithandarinnar brustu og orðin flæddu fram í fingurna eins og Þjórsá í leysingum. Það er eins og þessi 14 -15 mín ambient-gítar-tölvuhljóða-lög stilli heilann af ofvirkni og einbeitingaleysi yfir á fullkomna afslöppun. Ég sat án gríns kyrr í fjóra klst og lærði.

Og hver hefði trúað því að Frissi Karlsson session gítarleikar væri með svörin?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahah...ohh ég elska Frikka Karls!
Gangi þér vel!
Marta

10:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég veit! ...svo er hann alveg eins og nautabani, þrátt fyrir að vera kominn hátt á sextugsaldur.
Gangi þér vel sömuleiðis :)

Gangi ykkur öllum vel, svona fyrst maður er kominn í tengsl við alheiminn. Er agalega netlaus þarna úti í rassgati.

7:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

That's a great story. Waiting for more. dogfart free interracial pic Drug screen tramadol Drug picture valium Cannon beach car rentals depakote Help ultram withdrawal Medical side effects for bextra Prilosec ativan interaction

7:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home