29 apríl, 2006


Ég held að Kindin Einar sé uppáhaldslagið mitt núna. Ótrúlega hresst lag - samt kúl- um skelfilegt morð á kind og barbarisma rútufarþega og bílstjórans.

Morgunn einn ég hoppa upp í rútuna
með vasa fulla af banana.
Grænum geðþekkum fasana
hafði ég í bítið ælt.

Upp í sveit ég ætlaði að halda hana
í svaka partí með píuna.
En síðan hraktist ég leiðina,
það var klárlega sem við manninn mælt.

Kindin Einar var þá við vegabrúnina
búinn að bíta upp alla túnina.
Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað.

Hann sagði dada...
en meinti bada, verst var það.

Það var komið langt fram að hádegi
og þá hrópaði einn farþegi
að færi ekki lengra ef hann fengi eigi
greyið Einar rúð og skrælt.

Nú ég kvað við, hví ekki á þeim degi
barasta að búta hann strax.
Svo hreinlega velta honum úr deigi,
grilla hann og egg með jafnvel spælt.

Kindin Einar var þá við vegabrúnina
búinn að bíta upp alla túnina.
Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað.

Hann sagði dada...
en meinti bada, verst var það.

4 Comments:

Blogger Garðar Stefánsson said...

Vá...ertu ekki að djóka í mér Eva?

Ég var næstum því búinn að skrifa það nákvæmlega sama og þú á blogginu mínu! Hverjar eru líkurnar á því?
---örugglega lágar...

kveðja,

11:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

röskir hugar hugsa eins (e. great minds think alike);)

12:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú lest mig eins og opna bók Dagný. þetta lag vekur keppnisandann og ég segi bara eins og Sindri Röskvukall "Ég rústa þessu!"

10:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Excellent, love it! Bang olufsen earphones buy Cellphone distributer Sports superstar collectibles 1996 pontiac gran am engine information Interactive video conferencing classroom Canadian dedicated hosting western union Vintage pull toy platypus Bargain rent a car travel

5:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home