16 nóvember, 2006

Eva spekúlerar í danskinum

Það er bók hérna í hillunni við hliðina á mér (á bókasafninu) eftir Svíann Evu Fock. Vandræðalegt.

Vefritið hefur upp á margt gott að bjóða þessa dagana eins og alla daga. Ég mæli með þriggja bálka grein eftir Agnar Frey um verðtryggingu - upplýsandi og svo líður manni mjög vel með sjálfan sig ef maður skilur eitthvað.

Í dag er grein eftir undirritaða. Fyrst ég komst ekki heim í prófkjörin, þá ákvað ég að kynna mér danska pólitík. Ég hef reynt að fylgjast aðeins með. Lesið blöðin og svona. Þá líður mér líka vel ef ég skil eitthvað. Ég komst allavega að því að Danir eru ennþá heitir fyrir velferðarmálunum og eru búnir að átta sig á því að Anders Fogh Rasmussen ætlar sér ekki að halda í gamla sósíalinn. Meira um það hér...



En þótt Anders Fogh tapi næstu kosningum, þá mun hann alltaf státa af titlinum "sætasti forsætisráðherrann".

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ef einhver spyr þig þá segistu bara heita Beva en ekki Eva!!!

- hlakka til að stelast í að lesa báða pistlana ...stelast frá lærdómnum þ.e.a.s ;o)

1:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Búin að lesa greinina þína og varð bara að koma því á framfæri hvað mér fannst hún áhugaverð. Ég kalla þig nú ekkert smá duglega að kynna þér allar þessar staðreyndir - mér finnst ekkert smá leiðinlegt að geta ekki lesið blöðin hér í Finnlandi (það eina sem ég skil er veðurkortið, sem er mjög praktíst, og teiknimyndasögurnar).

Hlakka til að hitta þig um jólin :) Og kannski í janúar því þá á ég leið um Köben... ;)

12:38 e.h.  
Blogger Eva Bjarnadóttir said...

Jess, frábært! Hlakka til að hitta þig líka :)

2:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eva eg fekk evukast! Saknadi thin svo rosalega allt i einu!
hvenaer kemurdu heim? eg kem 17 dec.
hildur s

10:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kem 21. des mín kæra. Hlakka mjööööög mikið til að hitta þig :)

11:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home