19 október, 2006

Har det hyggeligt og hygge lidt


Det Kongelige Danske Bibliotek við Fiolstræde er augljóslega staðurinn til þess að vera á. Hér er bókalykt og hér er næði. Aldrei hefi ég fundið bókalykt á Hlöðunni - kannski af því að þar eru nánast engar bækur. Í götunni eru meðal margs annars Indriði, 12 tónar, tattoostofa, kaffihús með ódýru kaffi og franskt bókakaffi, japönsk búð og hárgreiðslustofa. Hvað er í nágrenni geimskipsins við Hringbrautina? Björnsbakarí er það sem er í nágrenninu og það tekur 5 min að labba utan um hlussuna til þess að komast þangað. Nei, danskurinn kann þetta. Maður á bara að hygge í öllum aðstæðum. Líka meðan maður lærir lexíurnar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nu drömmer jeg om Denmark (vá hvað ég er góð í dönsku - ég get örugglega flutt þangað og meikað það ... )

er kaffið samt jafn gott og BSÍ kaffið???? (ekki að ég drekki kaffi, heldur er bara ákveðinn viðmiðunarstandard :) )

8:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það nær náttúrulega ekkert kaffi BSÍ- standard. Seyðandi eftirbragðið sem minnir á steiktar kleinur og svo auðvitað alveg sérstök tilfinningin þegar maður fær kaffibollANN um miðja nótt í próflestri. Nei, kleinukaffið BSÍ verður ekki toppað!

7:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home