03 nóvember, 2006

Sjónvarp er böl en fjölskylda svöl

MTV Europe var of leiðinlegt til að geta horft á það. Nýji besti vinur minn stóð sig þó þokkalega sem kynnir kvöldsins. Ég held reyndar að óþolinmæði mín hafi frekar stafað af því að þykja þetta allt frekar hallærislegt. Ekki það að ég sé svona töff en það voru sömu tónlistarmenn í öllum flokkum, sem skiptust í popp, hiphop og alternative. Ég veit ekki hvernig fólk skilgreinir almennt alternative tónlist en Korn og Muse eru það ekki í mínum augum. Popp og hiphop er síðan bara þreytt stöff. Ég nenni ekki að hlusta á það og þaðan af síður að hlusta á söngvarana tjá sig í viðtölum sem koma aðeins upp um afleiðingar dópneyslu til margra ára. Svo finnst mér líka P.Diddy og félagar í ljótum fötum. Svo mörg voru þau orð.

Sem betur fer hef ég margt betra að gera heldur en að horfa á MTV. Það er sannkallaður fjölskyldumánuður í Köben. Samtals sjö fjölskyldumeðlimir munu heimsækja okkur í nóvember. Það er almennileg mæting þykir mér. Reyndar eru aðeins tveir sem koma gagngert að heimsækja okkur en guði sé lof fyrir viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur. Hvar værum við án þeirra?

Jólafarið er komið á Visa og við mætum hress í stuði 21. desember til að fagna fæðingu Ésúbarnsins með ykkur.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

(hi)
SUCCESS STARTS TODAY!!

Looking for High Caliber
management/marketing individuals
who want to get paid what they’re worth
JOIN THE JUVIO TEAM

Visit:
www.mach90.com?lft76 OR www.lft76.juvio.com

(waiting)

12:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

meeeegnað

7:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frabaert, verd i upphitunarnefndinni, kem 17 tannig ad the coast is clear for you babes!

hildur

6:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home