Innflutt á Österbro
Það var margt góðra gesta hjá okkur. Fólk sem ég þekkti og ekki. Stöðugur straumur inn og út og allt jafn skemmtilegt. Innflutningsgjafirnar voru með besta móti. Fjöldinn allur af rauðvínsflöskum og fallegir bollar. Girnilegar flödeboller fengum við frá Sverri Bolla og Ingu en Hauki þótti baðherbergið helst til of litlaust svo hann færði okkur ótrúlega fína 'pop-duck' til lífga upp á sturtuferðirnar.
Sunnudeginum eyddu Jón og frú í að hvíla sig eftir dansinn. Ferðalögin þann daginn takmörkuðust við frá A (rúmi) til B (sófa). Tekur ægilega á að dansa svona.
-----
Vefritið gekk vel fyrstu helgina. Margir gestir og fullt af viðbrögðum. Las ég samtöl manna á milli á alnetinu að höfundarnir væru ekkert annað en ótýnd undanrenna. Ég hef nú ekki heyrt þá myndlíkingu áður en þykir hún frekar fyndin. Jafnframt er því haldið fram að ritið tengist á einhvern hátt næstu kosningum. Það hefði hins vegar ekki skipt máli hvenær Vefritið opnaði, það hefði alltaf verið hægt að tengja það einhverjum pólitískum viðburði. Málið er að pólitíkin er alltumlykjandi og er stanslaus. Það er alltaf tími fyrir nýjar raddir og viðhorf. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndum sem oft fá ekki sanngjarna umfjöllun því þær samræmast ekki gildum ráðandi afla. Umræðan um þá samfélagsskipan og stjórnkerfi sem ríkisstjórnin styður er normaliseruð - gerð að því sem 'á að vera' en er ekki einn möguleiki af mörgum. Vefritið vill velta upp öðrum hugmyndum þó það væri ekki nema bara til þess að sjá að aðrir möguleikar eru okkur í raun opnir.
4 Comments:
vá hvað þetta er fönkí önd ma´r!!!
Á maður ekki að fá að kommenta við greinarnar á vefritinu? Hlakka til að lesa þig á morgun! =)
nei, nei við skulum ekkert vera að fara í barnalandsgírinn að óþörfu. Betra að hver hugsi bara fyrir sig og deili því ekki með öðrum á netinu sem "Jóna69".
haha. undanrenna. það hef ég aldrei heyrt áður (tja, nema í hefðbundnum skilningi)
Mr. Wong.
Skrifa ummæli
<< Home