13 nóvember, 2006

Sufjan svíkur sjaldan

Viðburðaríkri helgi er lokið. Á laugardagskvöldið var matarboð á Östbane og setið til fjögur við kappát- og drykkju. Í gær fór sami hópur á Sufjan Stevens á Vega. Ótrúlega flottir tónleikar. Þeir sem eiga miða á tónleikana á Íslandi næstu helgi geta byrjað að hlakka til. Það var notalegt að sitja og hlusta á þessa tónlist eftir frekar auman dag. Á eftir var farið í bjór á Istegade. Þar fengum að vita hver áramótauppskriftin er í ár. "Turduckan" er málið. Kalkúnn með önd innan í, sem er með kjúklingi innan í. Slá þrjá fugla í einu höggi. Ég mun gera mína útgáfu sem verður grasker með eggaldin innan í, sem er með sveppum innan í.

Annars er það að frétta að það er búið að semja um minna áfengismagn á heimilinu. Að minnsta kosti fram að jólafríi. Rauðvínslegin lifur verður því ekki lengur á matseðlinum.
Endalaust barnalán á Íslandi. Tvær stelpur komu sama daginn, Ásdísar/Hjalta- og Möggu/Torfadætur, báðar á Halloween. Ég get því eytt enn meiri tíma en áður inni á barnamyndasíðum og lesið enn fleiri færslur um bestu börn í heimi. Það er gaman.

Prófkjörin voru alveg að fara með mig. Mig langaði allt í einu svo mikið heim að vera með. Ég hef alveg fullt að segja um allskyns sem ég hef lesið á netinu undanfarið en ég þarf nauðsynlega að snúa mér aftur að Bebel, Marx, Engels og hinum kommunum. Meira um pólitíkin síðar.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mann þarf að kynna sér þennan sufjan betur - allir að lofa hann hásterkt ...

:o)

gaman að heyra loksins frá þér

12:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home