Kauphlaup
Það er ágætt að byrja prófsvita helgarinnar á bloggfærslu. Hreinsa hugann áður er kafað verður ofan í upptök og ástæður þjóðernishyggju í heiminum. Þegar stórt er spurt ...
Östebro-liðið var árrisult þennan góða laugardagsmorgunn. Tekið langstökk fram úr og inn í sturtu klukkan hálfníu. Eftir morgunkaffið og hafragraut lá leiðin á Fashion-loppemarket, hvorki meira né minna. Þar biður okkar Hrefna, Sunna, Haukur og önnur hver Köben-tísku-pía í bænum. Svo var svitnað við að skoða og máta og prútta. Strákarnir sátu í makindum uppi í stúku og horfðu yfir kauphlaupið. Sáu líka einstaka beran rass við og við. Voru þá tilbúnir með myndagemsann, perrarnir. Niðurstaða þeirra eftir morguninn var sú að nú væri mál til komið að flytja til austurstrandar Bandaríkjanna. Til þess þyrfti aðeins að taka þátt í grænakortslotteríi og þá væri það komið. Mín niðurstaða, fyrir utan massa svita, var tútúpils, gallabuxnapils og - öllum að óvörum - gulrótarbuxur. Hef ég lengi staðið fyrir áróðri gegn gulrótarsniði en lýt nú í minni pokann og skarta þeim líka. Við sjáum til hversu góð viðbót þetta verður við fátæklegan fataskápinn.
Nú er bara prüfung ja bitte fram á mánudag. Vúhú!
1 Comments:
congratz og gangi þér vel!!!
Skrifa ummæli
<< Home