13 október, 2006

Vefritið


Þessi fréttatilkynning barst fjölmiðlum á Íslandi í dag:

Nýtt vefrit um pólitík og samfélagsmál opnar í dag, föstudaginn 13. október undir vefslóðinni http://www.vefritid.is./ Á Vefritið skrifar fjölbreyttur hópur ungs fólks sem á það sameiginlegt að vera frjálslynt félagshyggjufólk.

Er það mat stofnenda Vefritsins að sár þörf sé á umræðu á grundvelli jafnaðarstefnu á meðan yfirdrifið mörgum hægrisinnuðum íhaldsvefritum sé haldið úti.

Ritstjórn Vefritsins vonast þannig til þess að það verði vettvangur ferskrar umræðu, sem situr ekki föst í skotgröfum en er spyrjandi og leitandi í umfjöllun um málefni líðandi stundar. Vefritið er óháður miðill sem tengist hvorki stjórnmálaflokkum né félagasamtökum.


...ég á grein á þriðjudaginn 17. okt hohoho!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

CONGRATZ!!!!

hlakka til að lesa :o)

8:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home