skoðun.is
Þrátt fyrir einstaklega miklar skoðanir á gjörsamlega öllu þessa dagana, sem ég læt í ljós í tíma og ótíma, hef ég ekki getað bloggað. Kannski er netleysi á Nesinu um að kenna.
Undanfarið hef ég svoleiðis ælt skoðunum mínum, eða bara alls ekki ekki skoðunum heldur almennum pælingum um lífið og tilveruna, yfir fólk. Ég finn mig knúna til að ræða trúmál við trúaða, sjálfstæðisfokkið við sjálfstæðismenn og femínisma við öll tækifæri. Ég hreinlega veit ekki hvað veldur. Þetta kemur bara og svo get ég ekki hætt.
Um daginn gerði ég annars ljúfan mann brjááálaðan þegar ég velti fyrir mér hvernig fólk verður samkynhneigt. Mér kastaði fram hugmyndinni um að samkynhneigð væri ekki meðfædd heldur félagslega mótuð. Mér er alveg sama hvort hún er - skiptir mig ekki nokkru máli. Ég var bara að velta þessu fyrir mér.
Nú síðast var ég í huggulegri sumarbústaðarferð með kærastanum og fjölskyldu hans. Ég fann mig samt knúna til að ræða aðeins um kapítalisma, arðrán, kjarnorkuvopn og málefni Kína. Sem betur fer voru flestir sofnaðir um þetta leiti (wonder why??). Ég, eldhress að tjá mig um líðandi stund og gera alla brjááálaða.
Skoðun.is tók sér páskafrí og mun chilla aðeins í Hafnarfirðinum fram yfir helgi.
3 Comments:
vonandi er þetta ekki þú að tala við prestinn! Gangi þér vel að læra. OG SVO tökum' etta!
hildur
Ég var ekkert sofandi í sófanum ég bara meikaði ekki að hlusta á skoðunina.is haha..djók
Marta-
hildur: Ég ætla að fá níu! í meðaleinkunn !!! AAARRRGGG!!!
marta: hehehe, ef það hefði ekki verið fyrir lágar hrotur í horni og svipinn á þér þegar þú vaknaðir þá hefði ég algjörlega trúað þér og skilið svo vel.
Skrifa ummæli
<< Home