Röskva VAAANNN!!!
Ég geri mér vonir um einstaklega góðan dag í dag, því þau skilaboð biðu eftir mér þegar ég vaknaði að Röskva vann kosningarnar til Stúdentaráðs með 20 atkvæða muni. Fyrir tveimur árum síðan stóð ég á kosningaröskvu og tók því sem þá þóttu gleðifregnir að Röskva saxaði á forskot Vöku og fengu fjórða manninn inn. Miðað við gleðina sem ríkti þá get ég rétt ímyndað mér að í þessum töluðu orðum sé ennþá partý einhvers staðar í Rvk. Eftir það sem ég vona að hafi verið gott samstarfsár með Vöku getur Röskva loksins tekið almennilega til hendinni og sýnt hvað í henni býr.
Til hamingju duglega fólk!
Til hamingju duglega fólk!
7 Comments:
Til hamingju!
Við vitum eiginlega fæst hvernig á að bregðast við þessu! Þetta er eiginlega of súrreal.
En já, þetta er ekkert nema stórkostlegt. Ekki leiðinlegt að skilja svona við Röskvuna sína :D
Úff ég er búin að vera í skýjunum í dag. Ég á ekkert í sigrinum en samt gat ekkert, alls ekkert, skyggt á gleði mína því ég hugsaði bara Röskva VAAANNNN!!!
Ég saknaði þín í gær elsku Eva! Það var sko ekkert leiðinlegt að eyða nóttinni talningu atkvæða skal ég segja þér.
Til hamingju! Stemmningin var ekki ólík þeirri fyrir tveimur árum, en það var samt stigsmunur á þessu. Þú veist sjálf að þú átt mikið í þessum sigri...eins og við öll hin.
Kv. Dagný.
Takk fyrir það og til hamingju sömuleiðis :)
Já, Eva. Mér varð nú aldeilis hugsað til þín þegar fagnaðarlætin stóðu sem hæst!
En þú verður bara á staðnum í eigin persónu næst ;) Til hamingju!
Skrifa ummæli
<< Home