16 janúar, 2007

Hvað svo?


Það var og ... ég sat sveitt í dag við að setja ritgerðina mína yfir á heimasíðuna eða alveg þar til að ég sá að kennarinn minn hefur nú þegar gefið mér einkunnina 'staðist'. Ég sem átti ekki að skila fyrr en í enda vikunnar. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera. Klárar maður verkefni ótilneyddur? Textinn er allur kominn inn og ég á bara eftir að myndskreyta og setja inn heimildaskránna. Ef til vill er það fín atvinnubótavinna næstu daga fyrir atvinnuleysingjann. Ég sótti um fyrstu vinnuna í dag. Nú krossa ég fingur, bíð og vona.

Það var ekki svo gott fyrir taugarnar að fara yfir texta ritgerðarinnar aftur. Loksins sá ég allar villurnar sem ég gat ómögulega komið auga á í síðustu viku. Ég svitnaði og var farin að sjá fyrir mér prófdómarann í kastinu yfir því hversu margir þroskaheftir komast í gegnum háskólanám nú á dögum (með fullri virðingu fyrir þroskaheftu fólki). Aftur krossa ég fingur, bíð og vona. Mun Eva feta í fótspor fjölmargra landa sinna og enda sem ómenntaðar atvinnuleysingi í Danmörku? Stay tuned...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú ert allavega ekki ómenntuð ... og þú verður svo sannanlega ekki atvinnulaus .. ekki svona sæt Eva eins og þú ;)

7:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heheh, jæja sjáum hvað setur. Ég hef þá alltaf reynsluna úr Götuleikhúsinu og get fengið mér pláss við hliðina á fiðluspilaranum með gettoblasterinn á Fiolstræde.

10:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hildur björk var mér fyrri til. Ætlaði einmitt að segja: Bíddu, endaru ekki miklu frekar sem ofmenntaður atvinnuleysingi? Enda menntunarkröfunar sem þar eru gerðar ekki miklar. Meira að segja sáralitlar. Bæng!

12:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home