14 desember, 2006

Ónei!

Ég verð ein heima fram á sunnudagskvöld. Ljósmyndarinn og tízkuspekúlantinn Stygo fer í sérlega vinnutízkuferð til Stokkhólms yfir helgina. Ég hef alvarlega hugsað um að fá mér hótelherbergi á meðan. Það er svo einmanalegt á Östebro þegar enginn er heima. Kannski er ágætt að ég fari í próf á laugardaginn. Það er allavega nóg að hugsa um þangað til. Í eftirmiðdaginn mun ég spæna upp jólagjafalistann og pakka inn, því síðan er það bara 'back to business' á sunn. Ég mun gera allt til þess að þurfa ekki að læra í jólafríinu - sem er samt algjörlega óraunhæft.

Eina huggunin í einsemdinni verður hinn nýi og gullfallegi Vestax Handytrax, sem við tízkuparið gáfum hvoru öðru í jólagjöf.



Sko, sjáið hvað hann er agalega patent. Hann er líka taska!



Og þetta er allt sem ég veit um það. Við eigum eina vínyl plötu, sem er með upptökum frá Studio One á Jamaica. TízkuStygo vill bara safna plötum sem eru einhvern veginn en ég man ekki hvernig þær eiga að vera - eða skildi það ekki. Þannig ég ætla bara að fara í vínyl rekkann og vera kúl - Hello ..ég á plöööötuspilara, en þú? Ég átti mér alltaf blautan draum um að gerast plötusnúður. Nú þarf ég bara að finna út hvernig plötur ég kaupi.

3 Comments:

Blogger styrmir said...

Mér finnst ég koma eitthvað illa út í þessari færslu. Arnar Gauti og Frikki W. biðja að heilsa.

3:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara létt spaug minn kæri. Allir lesendur þessara síðu vita hversu frrrábær þú ert! ;)

ps. ertu ekki að fara að koma heim?

10:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er naumast

hildur

10:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home