15 janúar, 2007

Hjemme

Þá erum við komin heim. Það var gott að þykja gott að vera komin heim. Allt gekk vel og um níuleytið höfðum við, með góðri aðstoð frá Önnu og Goða, gengið frá öllu og lögðum af stað á víetnamska veitingahúsið í götunni okkar. Við höfum komist að því með tímanum að í hverfinu eru sérstaklega góðir veitingastaðir. Á laugardagskvöldið kynntumst við enn öðrum stað. Þá voru allir heitu staðirnir í borginni upppantaðir svo við ákváðum að fara á pínkulítinn átta borða stað, Fru Heidberg, sem við höfðum margsinnis horft inn um gluggana á. Við urðum vægast sagt ekki fyrir vonbrigðum, því þar fengum við sannkallaða upplifun í mat. Allir réttirnir sem komu á borðið voru dásamlegir. Ég held að ég geti kallað matinn þann besta sem ég hef fengið á veitingastað. Á eftir fórum við á La Fontaine að hlusta á djass fram eftir nóttu. Á sunnudag voru menn þreyttir og lítið gert annað en að borða og hvíla sig.

Helgin kom verulega á óvart og ég vona að framhald verði á svo ljúfri stemningu hér á Östbane. Nú mun atvinnuleit og dönskulærdómur taka við af blessuðu bókasafninu.

Grein eftir undirritaða birtist í fyrramálið, þriðjudaginn 16. janúar, á Vefritinu. Í henni reifa ég BA-maníuna mína og geri tilraun til að tengja hana raunveruleikanum.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

veistu besti veitingastaður sem ég hef farið á, var einmitt líka bara með ~8 borðum ....

10:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er greinilega lykillinn að velgengni í veitingabransanum.

11:40 f.h.  
Blogger Halli said...

Vietnam er vel heppnaður veitingastaður,

... en þessi Fru Heidenberg gúglast ekki, hvar segirðu að hann sé?

4:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home