04 febrúar, 2007


Ég fór loksins í klippingu í gær. Síðast fór ég september. Ástæða fyrir töfum var sú að eftir að hafa eytt meiri tíma ein með sjálfri mér en hollt getur talist þorði ég alls ekki að taka þátt í svo hressandi félagslegri athöfn sem klipping er. Ég brá því á það ráð að klippa mig sjálf með ágætis árangri. Það sem ég vissi þó ekki og kom eigi í ljós fyrr en í ofurhressum tíma hjá Ævari Íslendingaklippara er að hárið mitt er svo til ónýtt. Það er svo illa haldið að ég óttaðist það mest að Ævar myndi dæma það úr leik. Krúnuraka mig og ég myndi missa vinnuna í kjölfarið vegna ljótleika. Sem betur fer er Ævar ekki svo kaldrifjaður heldur seldi mér þess í stað hármeðal að andvirði hægri handleggs sem skal færa mér aftur fína hárið mitt. En meðalið er ekki aðeins undratinktúra. Það líka með súkkulaðilykt í anda hóstasaftsins hennar Mary Poppins . Sjampóið sem ég seldi hinn handlegginn fyrir er síðan með dýrindismangóangan. Svo nú er ég ekki aðeins með gullfallegt hár heldur einnig einstaklega vellyktandi.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá, hvað Stymmsterinn er heppinn,
súkkulaði og mangó í hvert mál!
Kannast aðeins við hárvanda...
hilsen. Rína xx

10:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já fínt að þefa að kollunni þessa dagana!
En er Styrmir ekkert að stelast í mangóið?

1:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að stymmi sé meir í súkkulaðinu. Hann er soddan súkkulaði. Súkkulaði er betra með kaffinu skiljiði

Hildur love

11:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home