23 mars, 2007

Íslandsblogg


Komin til Íslands og hef ekki gert margt annað en að kynnast nýja vinnustaðnum. Það hefur verið nóg að gera við að setja sig inn í stjórnmála- og kosningaheiminn eftir rúmlega hálfs árs útlegð. Þetta verður skemmtilegt, áhugavert, mikil reynsla, mun reyna á þolrifin, en vonandi á endanum árangursríkt.

Ég hef ekki gert upp við mig hvort mig langi að blogga meðan ég er á landinu, þar sem forsenda þess er eiginlega brostin. Kannski að ég hendi inn auglýsingum um viðburði og stríðssögum úr baráttunni.

Ef þið eruð að deyja úr forvitni um líf mitt þá er ég með gamla númerið mitt, kem til með að búa með ljúflingnum Önnu Pálu á Reynimelnum og verð með skrifstofu í gamla Landsímahúsinu til að byrja með.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð með bleika jólasveinahúfu og 17. júní fána í hendinni þann 3. í andyri gamla Landsímahússins.

Aðdáandi nr.1

3:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home