20 febrúar, 2007

Black Ass


Þar sem ég stóð og starði ofan í fimm föt af hráum kjúklingi klukkan átta í morgun upplifði ég allt í einu svona andartak, þar sem maður stígur út fyrir núlíðandi verkefni og hugsar með sér "hvað er þetta? Hvað ég að gera hér?" Mér þótti það allt í einu eitthvað svo furðulegt að eyða sautján árum í að læra að lesa bækur og standa síðan frammi fyrir tíu kílóum af hráum kjúklingi sem þarf að marínera. Kannski er það fullkomlega eðlilegt. Ef til vill er betra að hafa lesið í sautján ár bók eftir bók eftir bók, því þá er nóg að hugsa um meðan maður marínerar. Ekki það að ég hafi pælt mikið í heimsmálunum meðan ég stráði salti og pipar yfir lærin eða ég hafi hugsað til háskólanámskeiða þegar ég lagði þau í lög með þrenns konar olíu. Ætli ég hafi ekki frekar hlegið með sjálfri mér yfir því að vera stödd í 20 fm eldhúsi í Kaupmannahöfn að hlusta á Boney M með kokki frá Burkina Faso. Hún gaf mér fimmu fyrir að vera með "svartan rass" (lesist: stóran).

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er spurning um hvort þú værir að djúpsteikja þennan kjúkling og raða honum ofan í pappa fötur (e.buckets) ef þú hefðir ekki lesið í þessi 17 ár?

3:00 e.h.  
Blogger Eva Bjarnadóttir said...

pæling! það er nú nokkrar skruddur á milli þess að brassera í timjani og að djúpsteikja ofan í pabbafötur.

6:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe, ekki verður bókvitið í askana látið!

12:14 e.h.  
Blogger Eva Bjarnadóttir said...

hvað ætli pabbafötur séu?

nei það er alveg á hreinu! það er ekkert vit í bókviti.

9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home