19 október, 2005

Ég er búin að mynda mér svo margar skoðanir og rannsaka svo ótalmargt undanfarin sólarhring að það sýður á hjá mér. Ég er nefnilega að gera rannsóknaverkefni. Þetta tvennt hefði farið ágætlega saman ef rannsóknarvinnan hefði beinst að þar til gerðu rannsóknarverkefni. Svo var þó ekki.

Ég rannsakaði orðræðu sjálfstæðra kvenna - komst að því að sumar þeirra eru með nákvæmlega sömu áherslur "vinstrifemínistarnir" sem þær hatast svo við. Þær bara vita það ekki. Aðrar vilja að konur hætti að væla og hysji upp um sig pilsin eða eins og það var orðað af ónefndum viðskiptifræðinema um daginn "konur læri að semja um laun". Áberandi voru greinar um leikskóla og önnur mál tengd börnum. Ég þurfti að halda sörfinu áfram til þess forðast sjóveiki í þessari ringulreið.

Ég rannsakaði síðan grasrótarstarfsemi og einkaframtak kvenna (eitthvað sem ætti að gleðja blákonurnar). Ég tók viðtal við mömmu mína af þessu tilefni. Hún elskar Sjalla í augnablikinu því þeir vilja hjálpa henni með einkaframtakið hennar. Enn meiri sjóveiki. Konur eru duglegar við að koma á fót grasrótarstarfsemi sem hefur gríðarlega mikið gildi fyrir samfélagið, en þeim fylgir oft fórnarkostnaður, barátta, sjálfboðavinna og óvirðing við vinnu þeirra. Mannréttindastofa, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar - allt konur að vinna grasrótarstarf af hugsjón um leið og þær berjast við að halda úti þjónustunni sem þær bjóða. Ég bara man ekki eftir neinum karli í sambærilegri stöðu. Hvað eru þeir að gera?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home