19 júní, 2006

Kvenréttindadagurinn


Búbbiræ! Nú hefur verið nóg að stússa og ekkert er netið á Nesi. Það er vonandi að verði betra veður á mánudag þegar við konur fögnum okkar degi. Ég var heldur sorgbitin þegar ég dróg fram vetrarúlpuna og klossana til þess að halda út í júníslagveður. Stundum er veðrið bara ekki sanngjarnt ...ekki verðið heldur ef út í það er farið!
Ég er byrjuð að skrifa um Evrópsku kynjajafnréttisstofnunina eins og ég hef kosið að kalla hana. Það verður að sjálfsögðu mikið meistarastykki. Ekki seinna vænna að sanna sig í þessu skóla sem ég þykist stúdera við. Fyndið þetta BA 'Bachelor of Arts' afhverju heitir þetta það?! Listapiparsveinn, ég verð listapiparsveinn í stjórnmálafræði með aukalistapiparsveinspróf í kynjafræði. Hver vill ekki ráða þannig konu í vinnu, ha?! Ég myndi ráða mig á stundinni. Sérstaklega eftir að hafa lesið listapiparsveinslokaverkið um evrópsku kynjajafnréttisstofnunina. Vonandi mun þetta allt leiða til einhvers nytsamlegs á endanum.

Ég var að enda við að lesa grein um jafnrétti og viðskipti eftir Lindu Dickens. Hún segir aðferð frjáls markaðar ekki vera fullnægjandi til þess að ná fram jafnrétti á atvinnumarkaði. Það er að segja, það er ekki nóg að setja ákvörðunina í hendur atvinnurekenda um hversu mikið jafnrétti ríkir. Markaðurinn stjórnast af öðrum hlutum en jafnrétti, réttlæti og fjölbreytileika og getur því ekki tekið á því. Auk þess sem þær ákvarðanir sem atvinnurekendur taka eru takmarkaðar við eitt fyrirtæki. Þess vegna verða tvo önnur verkfæri að koma til. Annars vegar lagasetning, sem hefur algild áhrif á alla atvinnurekendur og táknrænt gildi. Hins vegar félagsleg stjórnun eins og til dæmis samningar verkalýðsfélaga við atvinnurekendur. Dickens leggur til að verkalýðsfélög taki upp samningatækni sem hefur jafnrétti að markmiði. Hún kallar þessar þrjár aðferðir 'þrífótinn', og segir að þær eigi að nota samhliða. Atvinnurekendur sjái hag sinn í því að auka jafnrétti, það sér tryggt með lagasetningu sem tekur jafnt til allra atvinnurekenda og hefur táknrænt gildi ásamt því að verkalýðsfélögin þrýsti á frekari breytingar í jafnréttisátt. Hljómar ekki svo vitlaust. Ég veit ekki hver staðan er á verkalýðsfélögum á Íslandi í jafnréttismálum en það er búið að skipa nefnd sem mun fara yfir lögin um jafnan rétt karla og kvenna. Vonandi verða lögin bætt. Ég hef ekki mikla trú á sjálfstæðri þróun í jafnréttismálum. Allir landvinningar í þeim efnum hafa orðið eftir mikla baráttu og ég spái því að þannig verði það áfram um sinn.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu... er ekki mánudagur hjá þér í dag???

4:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe skrifaði þetta 16. júni en þá var netið eitthvað bilað ...

1:31 e.h.  
Blogger Silja Bára said...

skemmtilegar pælingar og gott að þú ert komin af stað! Hlakka til að lesa meira um Dickens hjá þér. Alveg satt að frjálsi markaðurinn virkar ekki í jafnréttismálum - meðan góðæri er þá er þetta allt í fína en um leið og tækifæri þrengjast þá versnar staða kvenna mun fyrr en karla!

Stattu þig stelpa!!!

10:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Wonderful and informative web site. I used information from that site its great. »

3:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home