30 nóvember, 2006

Bond, vinur minn Bond

Við Stymmi og Indriði sáum Casino Royal í gærkvöldi. Þrátt fyrir að sögurnar um James Bond séu fullar ofbeldi, karlrembu og klisjukenndum one-linerum, þá fíla ég þær. Mér er eiginlega alveg sama um hvað þær eru eða hvernig til heppnast í það skiptið. Mér þykir bara gaman að horfa á þær.

Líklega er það vegna þess að pabba mínum þykir þær óhemju skemmtilegar og bauð mér alltaf með sér í bíó þegar ný mynd kom út. Í því fólst mikil eftirvænting. Síðustu mynd sáum við í Lúxussalnum í Smárabíó. Lágum í Lazy-boy og drukkum bjór.

Svo þið skiljið. Þetta snýst ekki um að myndirnar séu eitthvað sérstaklega góðar. Þetta snýst um stemmningu. Svona eins og með jólin.

Annars hafði ég gaman af því hversu vel Daniel Graig tókst til við að túlka unga Bond, sem er að byrja í bransanum. Svolítið hræddur og smeykur í byrjun en í lokasenunni orðinn Bondinn sem við öll þekkjum. Indriða þótti hann alltof vöðvastæltur og þunnhærður. Hann fílaði heldur ekki að Bond fengi hruflaða hnúa eftir slagsmál og að hann sýndi eftirsjá. Það er satt að myndin er mun realískari heldur en fyrri myndir - það gerir hana kannski að minni Bondmynd. Ég veit ekki alveg með Bondstúlkuna, Evu Green. Þegar hún reyndi að tala sexy þá hljómaði hún eiginlega eins og froskur. Judi Dench var flott að vanda sem M.
Ergo sum: Jájá, fín mynd - stemmning!

3 Comments:

Blogger styrmir said...

Voðalega erum við parið samtaka í blogginu.

2:04 e.h.  
Blogger Agnar said...

Ég er sennilega ekki að benda þér á neitt nýtt, en ég mæli með On Her Majesty's Secret Service frá 1969 með George Lazenby í hlutverki Bonds í fyrsta og eina skiptið. Myndin er klárlega sú vanmetnasta af öllum Bondmyndum og býður upp á margt skemmtilegt: Lazenby var sá fyrsti á eftir Connery sem lék Bond og það er talsvert gert úr því að það er kominn nýr kjall og síðan giftist kappinn í myndinni... mæli með 'enni ef þú hefur ekki séð hana.

4:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, einmitt. Ég sá hana einhvern tímann. Ég man voðalega lítið eftir henni samt. Ég fékk nefnilega Bond-safnið hans pabba lánað fyrir nokkrum árum. Horfði þá á nokkrar. Sem er skrýtið að gera en samt skemmtilegt að bera þær saman.

10:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home