29 nóvember, 2006

Tízku Jól

Það var einmanalegt í kofanum í gær. Íbúum hafði fækkað um helming.

Helgin kom með jólin. Eftir allt labbið í jólaljósunum í bænum og fallega skreytta Tívolíið er komin tilhlökkun til jólanna. Nú eigum við meira að segja dagatalakerti og spelt-piparkökur. Grenigreinar og mandarínur eru líka nauðsynlegar. Mest langar mig þó í alvöru jólatré. Bo Bedre segir að í ár eigi þau að vera gisin og skreytt heimatilbúnu skrauti. Mamma sagði að jólin í ár væru fjólublá. Ég hef satt að segja aldrei verið hrifin af tískustraumum þegar kemur að jólunum. Stíliseruð jól er eitthvað skrýtið, þótt eflaust hafi margir gaman af því. Helst á maður að eiga jólaskraut af öllum tegundum, eitthvað sem maður föndraði sjálfur, eitthvað sem amma átti, eitthvað sem var á tilboði. Allt í bland. Það er svo hátíðlegt að taka alltaf upp sama jólaskrautið, upp úr sama kassanum á hverju ári. Um það snýst þetta nú. Að gera alltaf eins, halda í hefðirnar eða búa nýjar til.

2 Comments:

Blogger Silja Bára said...

kemurðu heim um jólin, krúttið mitt?
Ég er í Köben í sex tíma á þriðjudag, spurning hvort við ættum að hittast og ræða ritgerð (sem ég er að lesa).
knús!

8:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jólin í ár eru SVÖRT samkvæmt Innlit/útlit. Svört kerti í aðventukransinum, svartar fjaðrir og hvítar kúlur með. Svartar kúlur ku líka vera til.

6:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home