Ekkert með engu
Ég lofaði góðri sögu í næsta skiptið og hef verið að reyna að finna upp á einhverju frábæru. Málið með Köben er að hún er næstum of venjuleg fyrir Íslendinga. Það er ekkert skrýtið í gangi. Bara svona venjulegt fólk og venjulegar búðir og allt bara ótrúlega venjulegt. Svona næstum því allavega. Það er reyndar ekkert venjulega hljóðbært í blokkinni okkar. Í morgun vorum við alveg með í morgunmatnum hinu megin. Þau voru að horfa á enska fréttastöð og steikja eitthvað. Eins gott að þau séu ekki með lélegan tónlistarsmekk.
Ætli það eina skrýtna í Kjöben þessa dagana sé ekki bara ég. Að minnsta kosti er erfiðara en allt að finna mat sem inniheldur ekki hvítt hveiti, hvítan sykur eða mjólkurvörur, eins og Hallgrímur Magnússon mælti fyrir um. Ég skellti mér nefnilega til Hveragerðis til að hitta kallinn og fá góð ráð. Uppskar þriggja mánaða bindindi og hreinsikúr sem samanstendur af engu með alls ekki neinu. Það er ekki beint næringarfræðin í kjúlla- og beikonsamlokulandi.
Blenderinn er komið í gagnið. Nú er bara múlinexið, djúspressan og vöfflujárnið eftir.
Ég mæli með Stjórnmálaskóla Femínistafélagsins fyrir konur 6. - 7. október.
7 Comments:
Hérna er engin lognmolla í skrifum eins og hjá ómenninu honum kærasta þínum.
Að launum hlíturu þetta komment.
Bestu kveðjur af eyjunni handan við knippels.
þakka þér eilíflega haukur knái handan knippels. það verður einhver að halda uppi stuðinu!
meira að segja sama venjulega fólkið sem maður hittir á leiðinni í skólann!
ótrúlega skemmtilegur hvað er í gangi? svipur á þér þegar þú hjólaðir fram hjá mér áðan :)
ég var ekki síður hissa - fann bloggslóðina þína hjá Þ. Strumpi og við eigum heima alveg svona langt frá hvort öðru:
http://www.krak.dk/Ruteplan/Resultat.aspx?FromRoad=holsteinsgade+66&FromCity=2100+K%C3%B8benhavn+%C3%98&ToRoad=%C3%96stbanegade+43
Sé þig!
alvöru linkur (ég er grænn og þú rauð ;)
það er kannski ekki kartöflunum að kenna að danir tali svona - það er kannski allt þetta hvíta hveiti og sykur ....
maður spyr sig ....
ég vona ykkar vegna að fólkið hinu megin sé eitthvað svona athyglisvert - leyniþjónustumenn eða einkaspæjarar eða eitthvað svoleiðis og séu alltaf að segja einhverjar kúl leynisögur - sem þú getur svo bloggað hér á íslensku - þau fatta það ekkert þau eru úglensk :)
hahaha oh já ég vona að það sé eitthvað varið í þessa nágranna. Svo ætla ég að nefna þetta með hveitið og sykurinn þegar ég kynnist Dana.
Bara kaupa spelti og baka sjálf... :)
Skrifa ummæli
<< Home