13 febrúar, 2007

Femínismi er fljótlærður

Femínismi getur virkað ægilega flókinn stundum og það getur verið erfitt að afla sér nægilega góðra upplýsinga um hann. Að því tilefni hafa systurnar Kristín og Sóley Tómasdætur tekið að sér að setja saman örnámskeið á heimasíðum sínum. Þar má finna Femínisma 103 - 403 og valnámskeiðin 213 og 223. Námskeiðin ættu að fleyta flestum byrjendum af stað og mæli ég með þeim.

Þegar kennslu er lokið og femínisminn sestur að í hugskoti manns er ekki til baka snúið. Þetta er ótrúlega fróðleg leið til þess að skoða og skilja heiminn, því allt er jú byggt á tvíeykinu karli og konu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home