Um blikkbeljur og þunglynda hermenn
Það er allt í háalofti á Fróni vegna brotthvarfs bandaríska hersins, eða öllu heldur bandarísku hersstöðvarinnar sem virðist gegna öllum öðrum hlutverkum en að verja landið. Allt þetta fjaðrafok hefur vakið athygli mína og ég get einfaldlega ekki séð af hverju herinn ætti ekki að fara.
Það virðist vera algengur misskilningur manna að Ísland sé “herlaust og friðelskandi ríki”. Þótt Íslendingar sinni ekki herþjónustu, þá hefur verið hér her síðan í seinni heimsstyrjöld og Ísland er aðili að tveimur hernaðarsamningum, tvíhliða samningi við Bandaríkin og að pólitíska hernaðarbandalaginu NATO. Þótt Ísland sendi enga hermenn og engin vopn í stríðin sem félagar okkar há, þá sendir það hjúkrunarfólk, flugumferðastjóra, teppaáhugafólk og fleiri góða til þess að styðja við hernaðaraðgerðir annarra ríkja. Ísland er fullur þátttakandi í stríðum heimsins og er raunar mjög langt frá því að vera “herlaust og friðelskandi ríki” – að mínu mati.
En aftur að herstöðinni. Á Miðnesheiðinni sitja fjórar eldgamlar blikkbeljur, nánast engin vopn og reiðinnar býsn af þunglyndum hermönnum, sem ýmist stundar hverfiskránna eða ganga til kirkju. Er það nema von að fólkið missi sjónar af tilgangi tilveru sinnar við komuna í kommablokkina í rokrassgatinu á Suðurnesjum? Er það nema von að fólkið missi síðan álit á landi og þjóð þegar það uppgötvar að eini tilgangur herstöðvarinnar er að halda uppi litlu sjávarplássi og bjarga sjómönnum úr lífsháska, því að einu tvær þyrlurnar á landinu er of hægfara? Ætli það finnist ekki fleirum en mér að þróunaraðstoð væri meira viðeigandi en herstöð – að kenna þjóðinni að bjarga sér sjálf í stað þess að halda henni uppi?
Ég var stödd í aðalherstöðvum NATO í Evrópu (SHAPE) í síðustu viku og fékk þá tækifæri til þess að spyrja þrjá hershöfðingja spjörunum úr. Þeirra sýn á málin var mjög athyglisverð og staðfestu fyrri grun minn. Ég spurði þá hvort það væri nauðsynlegt að vera með “sýnilegar varnir” á Íslandi. Svarið var neikvætt og því fylgdi nokkur rök. Í fyrsta lagi hefur Ísland misst hernaðarlegt mikilvægi sitt. Í stað þess að móðgast og fara í fýlu, ættum við að fagna því að enginn vill ráðast á okkur.
Í öðru lagi er hernaður eins og stærðfræðidæmi og herir eru ekki pólitískt reknir innbyrðis (þótt utanaðkomandi pólitískir aðilar geti haft áhrif á ákvarðanatöku). Þegar kemur að ákvörðun eins og að færa herstöð, þá liggja baki útreikningar á kostnaði, hagnaði, yfirvofandi hættu og svo framvegis. Litlar líkur er á að Bandaríkjaher myndi skilja Ísland eftir varnarlaust ef það væri í hættu.
Í þriðja lagi er Ísland ekki varnarlaust. Það gleymist í varnarumræðunni að Ísland er aðili að NATO. Hvað svo sem fólki kann að þykja um það, þá er það að minnsta kosti hernaðarbandalag sem einsetur sér að verja aðildarríki sín. Samkvæmt hershöfðingjunum er meira gagn í herstöðinni í Skotlandi heldur en þeirri í Keflavík ef til árásar kæmi og Ísland ætti að treysta meira á bandalagið með varnir.
(Önnur leið væri að segja sig úr NATO, vera fyrir alvöru herlaust, friðelskandi ríki og treysta á Guð, lukkuna og líkindareikning).
Tvennt annað kom fram á fundinum sem vert er að minnast á. Það fyrra var að nokkur NATO ríki skipta með sér að verja lofthelgi Eystrasaltsríkjana. Þegar hershöfðingjarnir voru spurðir að því hvort væri möguleiki á svipuðu fyrirkomulagi á Íslandi sögðu þeir að það væri einfaldlega ekki nauðsynlegt. Eystrasaltsríkin eiga landamæri að Rússlandi og ennþá ríkir spenna og ótti þar á milli. Ísland er ekki í þeirri hættu.
Hitt var spurningin um áhrifamátt Íslands inni í NATO, þar sem ríkið á ekki eigin her og getur ekki lengur lagt til landsvæði fyrir herstöð. Hershöfðingjarnir komu með tvær tillögur að hvernig Ísland gæti aukið mikilvægi sitt innan bandalagsins. Sú fyrri var einfaldlega að borga uppsett verð. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir annars vegar “ársgjaldi í félagið” og hins vegar að ríkin eyði 2% af þjóðartekjum sínum í varnar- og öryggismál. Ísland gæti borgað þessi tvö prósent beint til NATO, sleppt því að vera með herstúss en haldið mikilvægi sínu.
Sú seinni var að Ísland myndi finna út hvar þörfin liggur í NATO og framleiða eitthvað sem er nauðsyn fyrir. Það vantar ennþá samhæfingu í framleiðslu á hergögnum og annarri þjónustu milli aðildarríkjana. Ísland gæti nýtt sér þetta til að gera sig ómissandi fyrir heildina. Svo þegar færið væri í aðgerðir þyrfti að hringja til Íslands og biðja um aðstoð.
(Svo er líka möguleika að taka ekki þátt í einu eða neinu)
Þetta er ef til vill eitthvað einfölduð mynd en niðurstaðan mín er sú að við þurfum ekki “sýnilegar varnir” á Íslandi, höfum ekkert að gera við varnarlið Bandaríkjana og þurfum að læra að sjá um okkur sjálf. Við þurfum að bæta innri starfsemi okkar í löggæslu og sjóbjörgunum um leið og við leitum leiða til þess að taka þátt í alþjóðasamvinnu á eigin forsendum.
Það virðist vera algengur misskilningur manna að Ísland sé “herlaust og friðelskandi ríki”. Þótt Íslendingar sinni ekki herþjónustu, þá hefur verið hér her síðan í seinni heimsstyrjöld og Ísland er aðili að tveimur hernaðarsamningum, tvíhliða samningi við Bandaríkin og að pólitíska hernaðarbandalaginu NATO. Þótt Ísland sendi enga hermenn og engin vopn í stríðin sem félagar okkar há, þá sendir það hjúkrunarfólk, flugumferðastjóra, teppaáhugafólk og fleiri góða til þess að styðja við hernaðaraðgerðir annarra ríkja. Ísland er fullur þátttakandi í stríðum heimsins og er raunar mjög langt frá því að vera “herlaust og friðelskandi ríki” – að mínu mati.
En aftur að herstöðinni. Á Miðnesheiðinni sitja fjórar eldgamlar blikkbeljur, nánast engin vopn og reiðinnar býsn af þunglyndum hermönnum, sem ýmist stundar hverfiskránna eða ganga til kirkju. Er það nema von að fólkið missi sjónar af tilgangi tilveru sinnar við komuna í kommablokkina í rokrassgatinu á Suðurnesjum? Er það nema von að fólkið missi síðan álit á landi og þjóð þegar það uppgötvar að eini tilgangur herstöðvarinnar er að halda uppi litlu sjávarplássi og bjarga sjómönnum úr lífsháska, því að einu tvær þyrlurnar á landinu er of hægfara? Ætli það finnist ekki fleirum en mér að þróunaraðstoð væri meira viðeigandi en herstöð – að kenna þjóðinni að bjarga sér sjálf í stað þess að halda henni uppi?
Ég var stödd í aðalherstöðvum NATO í Evrópu (SHAPE) í síðustu viku og fékk þá tækifæri til þess að spyrja þrjá hershöfðingja spjörunum úr. Þeirra sýn á málin var mjög athyglisverð og staðfestu fyrri grun minn. Ég spurði þá hvort það væri nauðsynlegt að vera með “sýnilegar varnir” á Íslandi. Svarið var neikvætt og því fylgdi nokkur rök. Í fyrsta lagi hefur Ísland misst hernaðarlegt mikilvægi sitt. Í stað þess að móðgast og fara í fýlu, ættum við að fagna því að enginn vill ráðast á okkur.
Í öðru lagi er hernaður eins og stærðfræðidæmi og herir eru ekki pólitískt reknir innbyrðis (þótt utanaðkomandi pólitískir aðilar geti haft áhrif á ákvarðanatöku). Þegar kemur að ákvörðun eins og að færa herstöð, þá liggja baki útreikningar á kostnaði, hagnaði, yfirvofandi hættu og svo framvegis. Litlar líkur er á að Bandaríkjaher myndi skilja Ísland eftir varnarlaust ef það væri í hættu.
Í þriðja lagi er Ísland ekki varnarlaust. Það gleymist í varnarumræðunni að Ísland er aðili að NATO. Hvað svo sem fólki kann að þykja um það, þá er það að minnsta kosti hernaðarbandalag sem einsetur sér að verja aðildarríki sín. Samkvæmt hershöfðingjunum er meira gagn í herstöðinni í Skotlandi heldur en þeirri í Keflavík ef til árásar kæmi og Ísland ætti að treysta meira á bandalagið með varnir.
(Önnur leið væri að segja sig úr NATO, vera fyrir alvöru herlaust, friðelskandi ríki og treysta á Guð, lukkuna og líkindareikning).
Tvennt annað kom fram á fundinum sem vert er að minnast á. Það fyrra var að nokkur NATO ríki skipta með sér að verja lofthelgi Eystrasaltsríkjana. Þegar hershöfðingjarnir voru spurðir að því hvort væri möguleiki á svipuðu fyrirkomulagi á Íslandi sögðu þeir að það væri einfaldlega ekki nauðsynlegt. Eystrasaltsríkin eiga landamæri að Rússlandi og ennþá ríkir spenna og ótti þar á milli. Ísland er ekki í þeirri hættu.
Hitt var spurningin um áhrifamátt Íslands inni í NATO, þar sem ríkið á ekki eigin her og getur ekki lengur lagt til landsvæði fyrir herstöð. Hershöfðingjarnir komu með tvær tillögur að hvernig Ísland gæti aukið mikilvægi sitt innan bandalagsins. Sú fyrri var einfaldlega að borga uppsett verð. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir annars vegar “ársgjaldi í félagið” og hins vegar að ríkin eyði 2% af þjóðartekjum sínum í varnar- og öryggismál. Ísland gæti borgað þessi tvö prósent beint til NATO, sleppt því að vera með herstúss en haldið mikilvægi sínu.
Sú seinni var að Ísland myndi finna út hvar þörfin liggur í NATO og framleiða eitthvað sem er nauðsyn fyrir. Það vantar ennþá samhæfingu í framleiðslu á hergögnum og annarri þjónustu milli aðildarríkjana. Ísland gæti nýtt sér þetta til að gera sig ómissandi fyrir heildina. Svo þegar færið væri í aðgerðir þyrfti að hringja til Íslands og biðja um aðstoð.
(Svo er líka möguleika að taka ekki þátt í einu eða neinu)
Þetta er ef til vill eitthvað einfölduð mynd en niðurstaðan mín er sú að við þurfum ekki “sýnilegar varnir” á Íslandi, höfum ekkert að gera við varnarlið Bandaríkjana og þurfum að læra að sjá um okkur sjálf. Við þurfum að bæta innri starfsemi okkar í löggæslu og sjóbjörgunum um leið og við leitum leiða til þess að taka þátt í alþjóðasamvinnu á eigin forsendum.
6 Comments:
Engin smá greining, mjög fagmannleg í alla staði. Vitnað í hershöfðingja og læti.
heyr heyr
150% sammála en gott að hafa svona vetútlistuð rök á bak sannfæringu mína.
Hvað finnst þér að við eigum að gera?
hmmm...
Það eru eiginlega tvö svör.
Helst myndi ég vilja segja Ísland úr NATO og ekki taka þátt í neinu herstússi. Er ekki Costa Rica einhvern vegin þannig? Segja bara PEACE og strjúka á sér kviðinn. Það væri ídealt. Án gríns.
Raunsætt séð byggir friður á valdajafnvægi milli ríkja en ekki hugsjón. ESB var upphaflega hugsjón um frið í Evrópu en friðurinn byggir raunverulega á mekanisma sem ríkin hafa komið sér upp. Þau hafa gert sig háð hvoru öðru.
Nato gengur út á það sama. Ójafnvægið liggur í því að aðildarríkin eru í raun ekki háð hvoru öðru heldur eru þau háð BNA, því þeir eiga allt herdótaríið. Það veldur því, til dæmis, að flest aðildarríki NATO eru á móti stríðinu í Írak en geta ekkert gert. Sama með Rumsfeld, hann er klikk en það er ekki hægt að stoppa hann.
Ef maður vill ekki vera háður BNA, þá er NATO ekki málið.
..en það þýðir ekki að það að útganga sé besta lausnin eða að það stuðli að friði í stóru myndinni. NATO hefur breytt starfsemi sinni mikið undanfarin ár og nýtir herstyrk sinn meira í friðargæslu og nú nýverið í hjálparstarf á hamfarasvæðum. Það finnst mér vera jákvæð breyting og held að Íslendingar ættu að að þrýsta á meiri breytingar í þessa átt. Ef NATO heldur áfram á sömu braut þá getur það stuðlað að friði. Þetta eru kannski 'betra en ekki neitt' rökin.
Ef við verðum áfram hluti af NATO finnst mér að við ættum að marka mjög skýra stefnu um það hvað við samþykkjum og samþykkjum ekki - NATO er consensus fyrirbæri - og við ættum að leggja til eitthvað, starfsfólk eða framleiðslu á hlutum, sem stuðlar beint að friði. Til þess þurfum við meiri þekkingu á þessum málum.
Niðurstaða: mest vil ég gefa öllu herbrölti fingurinn en öðrum kosti að sýna allavega smá karakter.
Glæsilega svarað!
Útganga ER besta lausnin og eina leiðin sem við höfum til að stuðla að friði. Annars erum við í raun að leggja blessun okkar yfir hernám Afganistans og allt annað sem þetta ógeðs bandalag hefur staðið fyrir.
NATO snýst ekki um konsensus, bandalagið hefur val um tvennt: Að gera það sem BNA skipar því að gera ellegar ekkert. Við þurfum ekki að vera með í þessu batteríi til að gera ekkert. Hins vegar getum við sent BNA ákveðin skilaboð með því að hætta að spila með.
Annars er ég sammála þér. Liv in pís.
Skrifa ummæli
<< Home