Búin með BA-ið
Ég sprakk á limminu í gær og hringdi í Silju Báru, leiðbeinanda minn í BA-ritgerðinni. Ég hafði frétt það úti í bæ að einkunn væri komin í hús og gaaat ekki beðið lengur, enda er fólk augljóslega ekkert að flýta sér þarna í Háskólanum. Allavega, eftir hálft ár af heilabrotum, andvökunóttum, samviskubiti, sjálfsvorkunn, en á endanum dágóðri skemmtun, uppskar ég mjög svo gleðilega einkunn upp á níu.
Nú skal þakka þeim opinberlega sem hjálpuðu til. Silju Báru fyrir góðar og skarpar athugasemdir og fyrir að standa aldrei á peppinu. Svo má ekki gleyma að hún lét sig ekki muna um að koma við á Östbane á leið sinni til Strasburg. Vondu frænku minni, Herði frænda og pabba mínum þakka ég fyrir að lesa ósköpin yfir á síðustu stundu. Það reif í samviskubitið, þótt að niðurlotum væri komið, að sjá tölvupóstinn með leiðréttingum Harðar tímasettan klukkan fjögur um nótt. Fórnfúsa fólkið mitt. Síðast en ekki síst á Stymms mikið hrós skilið fyrir þola mig og mitt væl síðastliðið hálfa ár (n.b. helmingur tímans sem við höfum verið saman) og fyrir fallegur rósirnar. Hann er hin raunverulega hetja í sögunnar.
Takk og takk og takk
9 Comments:
Vá þú ert nú meiri snilllingurinn elsku Evan mín!
Reyndar bjóst ég ekki við öðru frá þér...Innilega til hamingju
Þín virðulega mágkona á Kvistinum
Til hamingju með þetta.
Kveðjur :)
Glæsileg einkunn, ekkert smá flott hjá þér! Til hamingju með þetta :)
Innilegar hamingjuóskir með níuna :) Er alveg viss um að þú átt hana fyllilega skilið og gott betur en það eftir alla þessa vinnu.
Ótrúlega gaman að heyra hvað fólki gengur vel þessa dagana (en kannski á ég bara svona klára vini... veit ekki...).
Til hamingju með ritgerðina,
glæsilegt!
kveðja, Rína
Til hammó!!! Og kúdós til Stymma fyrir rósirnar...klassí tötsh.
Og líka til hamingju með grein janúarmánaðar ;)
takk allir saman :)
Ég dansaði stríðsdans fyrir ykkur Glingló. Þetta er alveg æðipæði! ;)
Skrifa ummæli
<< Home