07 desember, 2006

Guð er hvorki í Coke né fótbolta

Í dag gerðist ekkert. Hjá mér það er að segja. Stymmi fékk nýja myndavél. Ég held að þeim komi ágætlega saman. Hann hefur að minnsta kosti ekki sagt mikið síðustu klukkustundir og stíliseruðum myndum af mér, úfinni á bak við tölvuna, fer fjölgandi með hverri mínútunni.


Það hefur aðeins eitt markvert gerst síðan Silja Bára kvaddi. Ég horfið á knattspyrnuleik í fyrra kvöld. Heilan. Hvernig það kom til spyrja margir sig væntanlega að. Jú, ég lenti í því óhappi að fá slæma magapínu og festast í stofusófanum. Hreinlega gat mig hvergi hreyft. Til allrar óhamingju var akkúrat þessi íþróttakappleikur í sjónvarpinu og aldrei þessu vant vildi Styrmir endilega horfa. Þarna lá ég, dæmd til þess að horfa á þetta sálardrepandi sjónvarpsefni.

Styrmir hafði farið mikinn í útskýringum á leikreglunum, hvenær leikmaður er rangstæður og hver á að hitta í hvaða mark, þegar hann áttaði sig á því að áhugaleysi mitt stafar ekki af skilningsleysi. Þótt kona gjarnan vildi kemst hún ekki hjá því að vita hvernig þessi óspennandi en þó uppáhaldsleikur jarðarbúa fer fram. Þá sérstaklega ef hún hefur búið með fótboltafanatíker no.#1 í sínu fyrra lífi.

Þarna lá ég og hafði kannski örlítið gaman af fyrri hálfleik. Ég velti því fyrir hvort mér þætti, eftir allt saman, fótbolti skemmtilegur. Það var fjör í leiknum, strákarnir sprækir. Eiður (okkar maður) og maðurinn með krullutaglið skoruðu mörk. Þá er gaman. En það er nákvæmlega málið. Það er BARA gaman þegar einhver skorar eða næstum því skorar. Í seinni hálfleik gerðist ekkert - ekkert segi ég. Þá þótti mér sófavistin fyrst erfið. Þeir spörkuðu bara boltanum á milli sín, meiddu sig og einstaka sinnum köstuðu markverðirnir (sem heita målmænd á dönsku - alltaf læra eitthvað nýtt) boltanum á milli sín.

Þegar ástandið var orðið óbærilegt reyndi ég að láta mig leka úr sófanum í þeirri von að geta skriðið burt úr þessum aðstæðum. Því var ekki vel tekið. Þegar ég var komin hálf á gólfið spurði Styrmir mig hvað ég þættist vera að gera, það væri bara ein mínúta eftir! (ok,ok) En það var helber lygi. Við bættust fjórar mínútur og ég sat fimm mínútum lengur yfir tuðrusparki, þar sem leikmennirnir voru nú farnir að hrynja í jörðina hver á fætur öðrum með beyglaða ökkla og hné og hæla og .... mér fannst ég verri manneskja fyrir vikið.

------
Varðandi kókið, þá langaði mig bara til að koma þessu að, þar sem þetta er og hefur verið skoðun mín um árabil. Stund sannleikans ef svo má segja.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vááú hvað ég er sammála þér! Fótboltaleikur er ALDREI 90 mínútur.. hann er 2 klukkutímar! Þetta hef ég lært eftir að þurfa að bíða eftir að fótboltaleik ljúki. Munud það.

10:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

11:45 f.h.  
Blogger Eva Bjarnadóttir said...

(ég var aðeins að prófa nýju fítusana í beta-blogginu hérna að ofan, en ekki að þagga niður í neinum)

Ég legg það á minnið Stella og reyni að hitta á rúmið næst þegar ég þarf að leggjast fyrir. Þar er maður óhultur fyrir TV-meininu.

Annars er hallgrímskúrinn ennþá á milljón og geri ég mér miklar vonir um að áður tíðum sófagíslingum fari senn að ljúka. Sú sem er um hér að ræða var einmitt afleiðing hliðarspors frá lögmálum Hallgríms. Dramatískar afleiðingar sem það hefur.

11:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úff já fótbolti getur verið mjög verí leiðinlegur ... mér fannst hann samt skemmtilegur í sumar þegar ég og Matti vorum í Vegas að horfa á HM og héldum með sitthvoru liðinu og veðjuðum og mitt lið vann og ég fékk 100 dollara úttekt í Urban Outfitters ... je je je ..
footballs´ finest moment!

7:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha! ég klikkaði alveg á þessu. Þá hefði þetta fyrst orðið spennandi. Svo er Urban líka komið til Köben!

8:31 e.h.  
Blogger Unnur said...

Þegar ég fékk kossaveikina góðu þá lenti ég í nákvæmlega sama, hvorki í líkamlegu ástandi til að yfirgefa sófann né slást um fjarstýringuna, og horfði í fyrsta sinn á heilan fótboltaleik. Og smá hluti af sálinni minni dó. Aðallega af því það fer svo sjúklega í taugarnar á mér að fótboltafólk skuli í alvöru ekki telja það fyrir neðan sína virðingu að þykjast í hvert sinn sem einhver andar á það hafa stórslasast, hrynja í grasið með svakalegum leikrænum tilburðum þar til dómarinn segir "sorrý, ég sá hvað gerðist" og standa þá bara upp alheil eins og ekkert hafi í skorist. Það er bara eitthvað svo ótrúlega ósmart.
En annars gott að heyra hvað ritgerðin gengur vel :)

3:08 f.h.  
Blogger Eva Bjarnadóttir said...

Þetta eeeer svo skrýtið. Ég held að fótbolti sé á leiðinni að vera svona eins og súperglíman þarna, þar sem karlar og kerlingar eru í doppóttu spandexi að þykjast kýla hvort annað.
Í fótbolta eru karlar bara í spandex-fótboltatreyjum með eyrnalokka, hárgreiðslu og "frábæra" leikhæfileika.

Mikið er ég fegin að einhver skilji mig ...

10:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég er sammála þér með fótbolta - horfi nú ekki oft en þegar ég horfi og það fer 0 -0 þá er ég brjáluð - þvílík tímaeyðsla...

Annars finnst mér þetta besta frétt sem ég hef heyrt lengi að Urban sé komið til Köben - nú verð ég bara að drífa mig þangað!!! :)

9:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég held að kvennóhittíngur í Köben eftir áramót sé algjört möst.

11:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úúú, diss bara! Hins vegar alveg sammála thessu med leikaraskapinn...

2:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sagði Stymmi þér ekki að ég vann samt HM pottinn í sumar?

Með minni ótrúlegu spádómsgáfu spáði ég Forza Italia sigri, og það var mikið grín gert að mér í vinnuskúrnum á Vallarbraut. Sá hlær best sem síðast hlær.

4:08 e.h.  
Blogger Eva Bjarnadóttir said...

Ég þarf greinilega að fara að veðja á fótboltaleiki. Held að það sé niðurstaða þessarar kvennaumræðu um fótbolta.

Hildur S. vann fótboltapottinn tvisvar í vinnunni sinni í sumar og María Björk einu sinni. Fullt fullt af víni skal ég segja ykkur - nóg til þess að komast í gegnum alveg heila svona keppni í viðbót.

7:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vann Hildur pott um fótbolta??? Thad eina sem ég man um Hildi í sambandi vid fótbolta var thegar hún og Sunna mættu á leik hjá Thrótti med kaffibrúsa, teppi og góda bók! Eins og thær væru á leidinni í Kongens have:)

2:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

tvisvar !!! hún vann tvisvar og var með reyndar með svo mikinn móral yfir þessu í seinna skiptið að hún afþakkið áfengispottinn.

10:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino bonus[/url] [url=http://www.casinovisa.com/best-online-casinos/]casino online[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/slots/index.html]blackjack[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/ukr-poker]free casino[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=669]anal toys[/url]

8:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home