06 mars, 2007

Jarðaber og súkkulaði á Kúbu

Styrmi segist líða eins og piparmyntu þegar hann fer í grænu skyrtuna og drekkur piparmyntute. Síðan raular hann lágt á því sem hann heldur að sé franska meðan hann leysir prófverkefnið sitt.

Smá heimilismóment fyrir áhugasama lesendur Aldingarðsins.

Það hefur verið kátt á hjalla síðan Östbanebóndinn snéri aftur heim. Furðumatur á Fox hótel, óskarsverðlaunamyndin "Das Leben der anderen", tveir flugmiðar til Kúbu og upphitun með "Freza Y Chocolate" kúbanskri, contróversíal mynd um samkynhneigð undir kommúnisma. Meira gert á þremur dögum heldur en á síðastliðnum tveimur vikum.

Kokkurinn nýráðni kokkaði og kokkaði alla helgina. Starfsheitið upp á frönsku er 'sous-chef' ...maður verður að hafa frönskuna á hreinu í eldhúsinu. Allt skinn er farið af kjúkunum en aðeins einn þumall illa skorinn. Hægri lófa var bjargað frá skaðbruna með snörum handtökum. Skemmtilegast er að búa til pönnukökudeig. Leiðinlegast að skera ananas. Ég á eftir að spreyta mig á eplakökunni en ég á að koma með mína eigin uppskrift. Ertu með eina á takteinunum?

Á meðan ég starfa sem sous-chef ætla ég að birta uppskrift með hverri færslu (sjáum hvernig ég endist). Ég gef E fyrir erfiðisstig, þar sem E er auðvelt, EE er frekar mikið bras og EEE er flókið, dýrt og tímafrekt.

'Hachala' - arabískur þorskréttur/E
smá kúskús
1 græn paprika
1/2 dolla svartar ólífur
1 bakki sveppir
2 hvítlauksgeirar
nokkrar rúsínur
smjör
1 sítróna
400 gr þorskur (flök)
gratínostur
tómatur

Látið þorskinn liggja í sítrónusafa. Bleytið í kúskúsinu með soðnu vatni og setjið olíu og sítrónusafa út á þegar tilbúið. Steikið papriku í smá stund á hægum hita. Bætið við sveppum, hvítlauk, ólífum, rúsínum. Leyfið þessu að malla og bætið síðan kúskúsinu við þegar tilbúið. Gott að setja smá smjer með líka. Setjið í fat. Steikið því næst þorskinn og látið ofan á kúskúsið í fatinu. Gratínostur yfir og tómatar efst. Grillið í ofni og voilá!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Namm hvað ég hlakka til að smakka þetta í matarboði hjá litlu frænku síðsumars ...

4:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég bíð sko spennt eftir næstu uppskrift!
Kv. Guðmunda

11:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

óh mæ!

love hildur

11:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home